Menntamál - 01.06.1943, Page 42

Menntamál - 01.06.1943, Page 42
32 MENNTAMÁL Frumvarp hefur verið borið fram á Alþingi, tillögur á kennaraþinginu og ýmislegt um málið ritað og rætt. Eftir tillögum þeim að dæma, sem fram hafa komið, virðist aðallega vera um tvær leiðir að velja til umbóta frá því, sem nú er. Önnur er sú, að námið í kennaraskól- anum verði aukið og skólinn taki eðlilegum þroska sam- kvæmt kröfum tímans og þörfum. Hin er sú, að kennara- menntun verði breytt í annað horf, kennaraskólinn lagð- ur niður og stúdentamenntunar og háskólanáms krafizt af kennaraefnum. Enda þótt sumir kunni að telja að það sé framtíðar- lausn þessara mála, að kennarar hljóti stúdents- og há- skólamenntun, er hæpið, að slíkt sé tímabært enn sem komið er. Má í því sambandi benda á þá reynslu, sem feng- in er. Stúdentar og kandídatar hafa átt kost á að ná kenn- araréttindum með eins vetrar námi í Kennaraskólanum. Síðustu 20 árin hafa um 40 stúdentar lokið þar kennara- prófi, eða til jafnaðar 2 á ári. En af þessum fjörutiu mun ekki vera nema tæplega fjórði hver maður starfandi við barnakennslu. Virðist þetta þenda til þess, að erfitt myndi reynast, að fá svo marga stúdenta úr menntaskólunum, aö fullnægja myndi kennaraþörfinni. Vafalaust yrði örðugt að fá kennara með stúdentsmenntun og háskólanámi í far- kennarastöðu úti um sveitir landsins. Benda má einnig á, hvernig á mál þetta er litið á Norð- urlöndum. Á árunum um og eftir 1930 fóru þar fram at- huganir á endurbótum kennaramenntunarinnar, og ný lög og reglur voru settar um þau mál. í Noregi, Svíþjóð, Finn- landi og Danmörku héldu menn fast við það, að kennara- efni hefðu sína sérstöku kennslustofnun, kennaraskólana. Á fjölmennum fundi kennaraskólastjóra, sem haldinn var á Hindsgavl sumariö 1936, var mál þetta til umræðu og greidd um það atkvæði, hvort heppilegt þætti að leggja niður kennaraskólana og taka upp almennt stúdentsnám

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.