Menntamál - 01.06.1943, Page 43

Menntamál - 01.06.1943, Page 43
MENNTAMÁL 33 og háskólanám í staðinn. Allir greiddu atkvæði á móti þeirri breytingu. Hætt er við, að stúdentsmenntun og háskólanám myndi útiloka allflest þess háttar fólk, sem sótt hefur og sækir nú kennaraskólann, fátækt en áhugasamt fólk víðsvegar að úr sveitum og sjávarþorpum landsins, einmitt fólkiö, sem fáanlegt er til þess að dreifa sér aftur út um sveitir lands- ins að loknu námi. Á það má líka benda, að allt nám í kennaraskóla þarf að fara fram með það fyrir augum, að skila fólkinu ekki aðeins sem lærðustu í hverri grein, heldur og ekki síður sem leiknustu í því að kenna sjálft það, sem lært er. Svo að segja hver kennslustund í kennaraskóla á aö vera leið- beining til nemenda um það, hvernig þeir eigi sjálfir að kenna. Sú leið, sem frv. fer fram á, að farin veröi, að lengja kennaraskólann um einn vetur og þyngja inntökuskilyrðin eftir því, sem aðstæöur leyfa, hefir verið rædd og sam- þykkt af kennurum skólans, fræðslumálastjóri hefir tjáð sig henni samþykkan og mjög í sömu átt gengur sam- þykkt sú, sem gerð var á síðasta fulltrúaþingi kennara (1942). Hún er svohljóðandi: „7. fulltrúaþing S. í. B. felur stjórn S. í. B. að beita sér fyrir því við fræðslumálastjórnina, að endurbætur verði gerðar á undirbúningsmenntun íslenzkra barnakennara- efna. Verði þær endurbætur, á þessu stigi málsins, aðal- lega fólgnar i þessu: I. a. Að kennaranámið verði lengt um einn vetur, upp í fjóra vetur. b. Að inntökuskilyrðin verði þyngd þannig, að þau þau verði samsvarandi gagnfræðaprófi hinu minna (tveggja vetra gagnfræöanám). II. Að komið verði upp kennarastóli og rannsóknarstof- um í uppeldisvísindum við Háskóla íslands, þar sem útskrifaðir kennarar geti stundað nám, og ennfremur 3

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.