Menntamál - 01.06.1943, Blaðsíða 44

Menntamál - 01.06.1943, Blaðsíða 44
34 MENNTAMÁL annist deildin rannsóknir og leiðbeiningar í þágu barnafræðslunnar.“ Sú hugmynd, að Kennaraskólinn haldi áfram og taki eðli- legri þróun og nauðsynlegum umbótum, útilokar vitanlega ekki framhaldsnám í háskóla. Einmitt þá fyrst, eftir ræki- legt nám í kennaraskóla, má telja, að kennaraefni séu undir það búin að stunda uppeldisfræöilegt háskólanám, sem nefna má því nafni með réttu. Kostur á slíku framhalds- námi er hér vitanlega æskilegur og nauðsynlegur, enda þótt ekki sé farið' út í það í frv. þessu, sem miðað er eingöngu við kennaraskólann. Kostnaður sá, sem af breytingu þessari leiddi, er fyrst og fremst fólginn í aukinni launagreiðslu. Sú aukning myndi samsvara rúmlega einum kennaralaunum. Um einstaka greinir frv. er óþarfi að fjölyrða. 1. gr. felur í sér aöalbreytinguna, að námstíminn verði fjórir vetur í stað þriggja nú. Rétt þykir að hafa opna leið til þess, að lengja megi námstíma á vetri án lagabreyt- ingar. 2. og 3. gr. þurfa engra skýringa við. 4. gr. er yfirleitt um námsgreinar þær, sem kenna skal í skólanum. Er þar engum nýjum greinum við bætt það, sem nú er, en vitanlega myndi kennsla aukast í ýmsum grein- um við lenginguna, fyrst og fremst í kennsluæfingum, upp- eldisfræði, íþróttum og íslenzku. Nánari ákvæði um það yrðu sett í reglugerð. 5. gr. Almennu inntökuskilyrðin eru hin sömu og verið hafa að öðru leyti en því, að aldursmarkið er lækkaö um eitt ár, og samsvarar það lengingu námstímans. 6. gr. Á meðan ekki er til samræmt gagnfræðapróf, sem gera mætti aö inntökuskilyrði í framhaldsskóla yfirleitt, verður kennaraskólinn að hafa inntökupróf fyrir þá, sem skólann sækja. Er hér gert ráð fyrir, að tveggja vetra gagnfræðanám þurfi til að standast það. Eru það svipaðar kröfur og nú eru gerðar inn í skólann og miðaðar viö það,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.