Menntamál - 01.06.1943, Page 48
38
MENNTAMÁL
Kennarar í Bandaríkjunum
gera níðstafanlr viðvíkfamli menntan
eftir stríðið
(Frá upplýsingaskrifstofu Bandaríkjanna á íslandi).
Leiðtogar i menntastofnunum i Bandarikjunum eru
farnir að gera ráðstafanir viðvíkjandi almennri menntun
eftir stríðið. Er stuðst við skýrslu Dr. John Sylvester Counts,
prófessors, sem kennt hefur við fræga háskóla svo sem
Yale, Harvard og Chicago. Sem stendur er hann prófessor
við Kennaraskóla Columbia-háskólans í New York.
Nefnd frá menntamálasambandi ríkisins kom nýlega
á fund í höfuðborg Bandaríkjanna, til þess að ræða áform
og hjálp til aðstoðar kennurum, meðan á stríðinu stend-
ur og eins að því loknu. Mannkynssagan verður kennd á
nýjan hátt. Þýðing þess að vera heimsborgari verður eitt
af því mikilvæga á dagsskrá í amerískum menntastofn-
unum. Börnin hafa sérstakt námsskeið í grundvallarat-
riðum lýðræðis, lærdómsbækur verða yfirgripsmeiri og
ætlast er til þess, að kennarar fylgist með því sem ger-
ist daglega og almenn tilsögn byrjar jafnvel áður en börn-
in fara að ganga á skóla.
Dr. Counts, sem aðallega starfar að þessu áformi, hefur
verið forseti sambands amerískra kennara síðan 1939. Hann
er einnig meðlimur menntamálanefndar ríkisins. Sam-
verkamenn hans í því að gera ályktanir og áform viðvíkj-
andi menntun eftir stríðið eru þessir:
Dr. Alexander J. Stoddard, umsjónarmaður skólanna í
Philadelphia.
Dr. James Bryant Conant, forseti Harvard Háskólans.
Dr. Edmund E. Day, forseti Cornell Háskólans.
. Dr. J. E. Edmondson, Deildar-forseti Kennaraskólans
við ríkisháskólann í Michigan.