Menntamál - 01.06.1943, Page 49

Menntamál - 01.06.1943, Page 49
MENNTAMÁL 39 Dr. Charles B. Glenn, umsiónarmaður skólanna í Birm- ingham, Alabama. Dr. Sidney B. Hall, umsjónarmaður skólanna í Virginia Dr. Frederick M. Hunter, kanslari æðri menntunar sam- bands Oregon ríkis. Dr. John K. Norton, við Kennaraskóla Columbia Háskól- ans. Miss Agnes Samuelson, framkvæmdarstjóri kennarasam- bands Iowa ríkisins. Dr. John A. Saxon, umsjónarmaður skólanna í Pasadena, California. Dr. George E. Strayer, við Kennaraskóla Columbia Há- skólans. Miss Emily A. Tarbell, alþyðuskólakennari í Rochest- er, N. Y. Framtíðaráform. „Leiðtogar í menntamálum landsins eru fullvissir þess, að auðsýnilegt sé að nota skólana til þess að búa ungu kynslóðina undir störf eftir stríðið“, sagði Dr. Conant í við- tali nýlega. „Við þurfum að leiðbeina kennurum vorum, svo að þeir fái greiniiegan skilning á því, sem barizt er fyrir. Þeir verða að vera búnir undir viðreisnina, þegar friður kemur aftur. Það er vaxandi meðvitund um bróðerni hvar sem er, meðal allra manna. Kennararnir eru þess fullvissir, að við eigum að kenna börnunum, hvað það þýöir að vera heimsborgari. Ég held, að fóik sé meira og minna að sannfærast um það, að veröldin sé nú orðin nokkurs konar smásveit og að það eigi sér ekki stað, að það sem gerist í einum hluta heimsins sé alveg óviðkomandi öðrum stöðum hnattar- ins. Allir menntamálamenn eru samdóma um það, að þörf sé á að leggja áherzlu á að kynna lýðræði í miklu ríkara mæli en áður hefur verið gert.“

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.