Menntamál - 01.06.1943, Qupperneq 53

Menntamál - 01.06.1943, Qupperneq 53
MENNTAMÁL 43 ríkjanna muni breytast yfirleitt. Æskan mun snúa sér að verklegu og vísindalegu hliðinni. Eitt af því, sem mun verða framarlega á dagsskrá eru flugmál. Plug mun jafnvel verða aðal áhugamál í barnaskólum í borgum jafnt og sveitum. Dr. Counts benti á það, að sökum þess hvað afar miklar víðáttur eru í Ameríku og hver landshluti hefur viðfangs- efni, sem sérstaklega tilheyra honum, en eru ekki áhuga- mál í öðrum fjarlægum stöðum, þá er ekki hægt að form- festa neina menntamáladeild ríkisins, en í gegnum sérstaka nefnd, sem leiðbeinir í fræðslumálum, er hægt að grund- valla stjórn menntamálanna þannig, að þau verði að sem farsælustum notum yfirleitt. Nú þegar eru ýmsar greinar, svo sem saga, kenndar í samræmi við það ástand, sem daglegar breytingar gera á högum einstaklinga og þjóða. Lærisveinarnir heyra nú á degi hverjum um Atlantshafssamninginn og aðrar þess konar framfara- og frelsisyfirlýsingar. Meðal þess sem bent hefur verið á, sem efni til nákvæmr- ar athugunar, er: Samábyrgð heimsálfanna. Styrking hollustu við lýðræöið. Notkun undirstöðuatriða lýðræðis í daglega lífinu. Stilling og þrek á hættulegum tímamótum. Þátturinn sem verkalýöurinn tekur í vörn landsins. Iðnaður sem ein af landvörnunum. Akuryrkjan sem einn þátturinn í landsvörninni. Þátttaka Ameríku í utanlandsmálum um og eftir þetta hættutímabil. Eitt aðal markmiö skólanna er að gera lærisveinunum ljóst sambandið sem Bandaríkin hafa við umheiminn og jafnframt kynna þeim framleiðsluþarfir, möguleika og hugsjónir, í Ameríku. Nú draga börn upp landakort, sem sýna herbúðir, skipakvíar og flugvelli. Lærisveinarnir geta skýrt frá þörfum, vinnukrafti, verk- efnum í herbúðum, sem byggðar eru í flýti fyrir 25,000

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.