Menntamál - 01.06.1943, Síða 55
MENNTAMÁL
45
fræði, og hagfræði. Kynoka sér ekki við að tala um mikils-
varðandi mál. Vera laus við hleypidóma og kaldhæðni.
Kenna gildi lýðræðis, hreinskilnislega og hiklaus.
11. Fela aðallega menntastofnunum að hafa almenn á-
hrif á hugarfar og framferði. Menntunin verður að skipa
öndvegi og ef hún er fullkomin þá mun framferði og and-
legur þroski vaxa af sjálfu sér.
Gildi menntanna er eitt af því, sem við verðum að varð-
veita, sagði Dr. Counts. Það hefur sýnt sig, að menntuninni
hefur fleygt áfram á hættulegum timamótum og ekki er
ólíklegt, að sú verði reyndin á aftur. Yfirleitt er hægt
að gera öll störf, viðvíkjandi stríðinu mikilsverð á mennta-
sviðinu.
Menntunin tayrjar nú eiginlega í vöggunni og ég er sann-
færður um að ein af þeim miklu breytingum eftir stríð-
ið verður sú, að leggja áherzlu á að menntunin verði sem
óslitin keðja, hverjum einstakling. Ef okkar stétt vex
megin, þá er efalaust að upp úr stríðserfiðleikunum mun
rísa menntunarkerfi, sem svarar kröfum þeim, sem frjálsir
menn gera.
Minning AÖalsteins Sigmundssonar.
Fimmtudaginn 29. apríl fór fram viröuleg kveöjuathöfn í Reykjavík,
til minningar um Aðalstein Sigmundsson, kennara. Hún hófst með
því að starfssystkyni hans, nemendur og vinir komu saman í stofu
nr. 10, Austurbæjarskólanum, þar sem Aðalsteinn hafði kennt í 12 ár.
Þar flutti Sigurður Thorlacius, skólastjóri, kveðjuræðu, Ríkarður Jóns-
son, listamaður, frumort kvæði og sr. Jakob Jónsson bæn.
Út úr kennslustofunni báru kistuna nokkrir nemendur, er fóru með
Aðalsteini til Færeyja 1933, síðan tók stjórn í. S. í. við, en síðasta
spölinn frá skólanum aö líkvagninum báru nokkrir samkennarar Að-
alsteins úr Austurbæjarskóla.
Ýmsir forystumenn Ungmennafélags íslands báru kistuna í kirkju,
en fulltrúar Sambands íslenzkra barnakennara úr kirkju. Frá líkvagni
og að skipshlið báru kistuna fyrst félagar Aðalsteins úr Samvinnu-