Menntamál - 01.02.1944, Qupperneq 7
MENNTAMÁL
25
hvort tveggja. Tilraun með handavinnunámskeið í sam-
bandi við sundkennslu var gerð í Reykholti í fyrra og
gafst vel.“
,,Já, ég sá minnst á það í Menntamálum í fyrra. Býstu
við, að slíkt námskeið verði haldið þar aftur næsta yor,
eða kannske víðar?“
,,Ég geri fastlega ráð fyrir, að það verði haldið þar
aftur. Ég hef skrifað sýslunefnd Árnessýslu um þessi
efni, og hefur hún lagt fram nokkurt fé, er verja á til
slíkra námskeiða í vor.“
„Er það ekki heldur sjaldgæft, að sýslunefndir skipti
sér af fræðslumálunum?“
„Þær hafa gert það nokkuð sums staðar. Ég tel, að
með þessu, sem ég var að geta um, sé spor stigið í þá
átt, að þær geri það frekar en áður, og er það vel farið.
Sýslumenn þeir og sýslunefndarmenn, sem ég hef talað
við um meiri afskipti sýslnanna af kennslumálum, hafa
tekið því vel og sýnt áhuga og skilning á alþýðufræðsl-
unni.“
„Viltu geta um fleira, er lýsi áhuga manna á skóla-
málunum?"
„Skólabílana, en lofað hef ég þér sérstöku greinarkorni
um þá, Ólafur. En skylt er að minnast hér á, að skipu-
lagsbreytingar hafa sums staðar verið gerðar á skólum
til þess að auka starfsemi þeirra, fastir skólar teknir upp
í stað farskóla, þótt þeir verði að starfa í leiguhúsnæði,
þangað til kostur verður á að byggja skólahús. Þannig
er um heimavistarskólana í Holtahreppi, Landsveit og
Kjós, að þeir starfa í leiguhúsnæði.“
„Þetta allt þykja mér góðar fréttir,“ segi ég. „En svo
ég víki að öðru: Mig langar til að heyra eitthvað um
fundina, sem þú hefur haldið með kennurum. Ég hef að
vísu heyrt nokkuð frá þeim sagt, bæði i útvarpi og blöð-
um. Hafa þeir verið margir og tekið til kennara af stóru
svæði?“