Menntamál - 01.02.1944, Qupperneq 8

Menntamál - 01.02.1944, Qupperneq 8
26 MENNTAMÁL „Ég hef alls haldið 7 fundi með kennurum, venjulegast fund fyrir kennara úr hverri sýslu. Fyrsti fundurinn var haldinn í október 1942.“ „Hvernig hafa þessir fundir verið sóttir?“ „Ágætlega. Ég hef haft samvinnu við kennarafélögin um þá, þar sem þau hafa verið, en annars staðar hafa fundirnir orðið til þess, að slíkur félagsskapur hefur verið myndaður, þótt hann hafi ekki verið til áður. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi hefur mætt á flestum fundun- um og Helgi Elíasson fulltrúi á tveimur, og hafa þeir þótt góðir gestir.“ „Hve lengi hafa fundirnir staðið yfir?“ „Einn til tvo daga eftir því, hvernig staðið hefur á ferðum um fundarsvæðið. Fundirnir hafa verið því ánægjulegri, sem þeir hafa staðið lengur.“ „Og tilgangurinn með þessum fundum: Hver hefur hann verið?“ „Hann hefur verið sá, að rjúfa einangrun kennara, sem starfa einir síns liðs á afskekktum stöðum, og ræða í einlægni og eindrægni sameiginleg áhugamál, kennslu- og skólamál.“ „Um hvað hafið þið sérstaklega rætt á fundunum?“ „Það hefur verið næsta margt. Má þar til dæmis nefna, að mikið hefur verið rætt um að hafa áhrif á framkomu barna og hugarfar.“ „Og hvað hafa kennarar sagt um það?“ „Það hefur glögglega sézt á umræðunum, að kennarar hafa áhuga fyrir því, að börnin komi vel fram og kurteis- lega, utan skóla og innan. Fundirnir hafa litið svo á, að skólinn mætti ekki vera hlutlaus að því er snertir framkomu barna og hugsunarhátt, sízt í þorpunum, þar sem hlutleysi í þessum efnum væri í raun réttri sama Qg að gefast upp fyrir götunni og sollinum. Hitt hefur öllum verið ljóst, að til þess að eitthvað vinnist á í þessu, þarf gott samstarf allra aðilja: skóla, heimila og fræðslu-

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.