Menntamál - 01.02.1944, Síða 18

Menntamál - 01.02.1944, Síða 18
36 MENNTAMÁL gegnt æ síðan, og var hann nú talinn einn af merkustu skólamönnum. Hafði ég oft heyrt á hann minnst í há- skólanum, og í einu dagblaði borgarinnar birtust að stað- aldri eftir hann þættir um uppeldismál og ýmis konar ráðleggingar í þeim efnum. — Lék mér því mikil forvitni á að sjá skóla hans, og sama máli var að gegna um Steingrím, því að hann hafði aldrei séð dr. Patri sem starfandi skólamann, en hafði aftur á móti lengi haft mætur á honum sem fræðimanni í greininni. Ég sagði Steingrími frá því, sem ég hafði um skólann heyrt, en sumra upplýsinganna hafði ég beinlínis aflað mér til undirbúnings heimsókninni. Skólinn er fyrir ungl- inga á aldrinum 12—14 ára. Skólaskylda í New York ríki er til 18 ára aldurs, og svo er í flestum ríkjum Banda- ríkjanna. Er framhaldsskólanum skipt í tvennt, þannig, að í yngri deildinni eru unglingar frá 12—14 ára, en í eldri deildinni eru 14 ára unglingar og eldri. — Skóli Angelo Patri er því eins konar yngri deild framhalds- skólans, þó að nokkrir nemendur séu þar eldri en 14 ára. Hann er ríkisskóli og undir yfirstjórn fræðslumálastjórn- arinnar í New York, en þó er honum ekki þröngur stakk- ur skorinn með námsskrám og fyrir fram gerðum áætl- unum um námið. Kemur þetta til af tvennu: Skólum í New York ríki eru yfirleitt gefnar frjálsar hendur í starfs- háttum og vali verkefna, ef þeir uppfylla vissar lágmarks- kröfur, og Angelo Patri er slíkt nafn, að það er talin fullkomin trygging fyrir skólastarfi, sem ekki þurfi að hlutast til um. Skólinn er svo í sveit settur, að umhverfis hann býr að langmestu leyti fólk með rýrar tekjur, eða að minnsta kosti ekki meiri en í meðallagi. Eru flestir íbúarnir af ítölskum ættum, og dr. Patri er einnig af því bergi brotinn. Kom hann til Ameríku fjögurra ára gamall. Ekki hefur skólinn meira fé til umráða en aðrir opinberir skólar, nema hvað yfirburðir skólastjórans og snillibragð nemendanna hafa oft dregið að skólanum drjúgan skild-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.