Menntamál - 01.02.1944, Page 28

Menntamál - 01.02.1944, Page 28
46 MENNTAMÁL Fréttir og félagsmál Sigurður ÞorvalcLsson kennari í Vindhælishreppi varð sextugur iyrir skömrnu (í. 23. jan. 1884). Hann tók kennarapróf úr kennaradeildinni í Flensborg 1905, sótti kennaranámskeið I Askov 1907—08 og var í Statens Lærerhöj- skole í Kaupmannahöfn 1908—09. Hann var kennari við Hvítárbakka- skólann 1905—07, en eftir að hann kom frá námi erlendis hefur hann stundað kennslu barna og unglinga á ýmsum stöðum, m. a. á Isafirði 1910—16. Árni Björnsson kennari í Arnarneshreppi varð fimmtugur 24. jan. s.l. Hann lauk prófi úr Hólaskóla 1920, varð kennari í Arnarneslireppi í Eyjafjarðar- sýslu 1921 og hefur verið það síðan. Frá sambandsstjórn. Stjórn Sambands íslenzkra barnakennara samþykkti eftirfarandi ályktun með 5 atkvæðum gegn 2 á fundi sínum g. þ. m.: „í síðara hefti Menntamála 1943 birti þáverandi ritstjóri, Gunnar M. Magnúss, í fullkomnu heimildarleysi (smbr. lög S.Í.B.) og á vill- andi liátt tillögu, er fram kom á stjórnarfundi S.Í.B. varðandi afstöðu Menntamála til sjálfstæðismálsins, en var vísað frá með dagskrár- tillögu. Stjórn S.I.B. samþykkir því að láta birta ályktun þessa ásamt dag- skrártillögunni í næsta hefti Menntamála. Þá fyrst „geta lesendur dregið sínar ályktanir" út af afstöðu sambandsstjórnarinnar til sjálf- stæðismálsins." Dagskrártillagan er svohljóðandi: „Stjórn S.Í.B. er samþykk því áliti uppeldismálaþingsins s.l. vor, að stofna beri lýðveldi á Islandi sem fyrst. Hins vegar telur stjórnin rétt að lialda Menntamálum utan við þau deilumál, sem ekki snerta stéttarmál kennara eða uppeldis- og kennslumál, og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá." Nýtt barnaskólahús var vígt í Njarðvíkum í Gullbringusýslu 19. desember s.l. Húsið er sérstaklega smekklegt og vandað og vel að húsgögnum búið. Vígslu- athöfnin var fjölsótt og margar ræður fluttar. Bjarni M. Jónsson

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.