Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 10
88 MENNTAMÁL ungir sem gamlir. Samkomusalur skólans, sem rúmar 1400 í sæti, er jöfnum höndum notaður fyrir nemendur og allan almenning. Einu sinni í mánuði eru þar haldnar foreldrakvöldvökur, og er öllum heimill aðgangur. Kvöld- vökur þessar eru hvorttveggja í senn fræðslu- og skemmti- Benjamins Franklíns-skóli. samkomur. Nemendur og kennarar skólans hafa með höndum atriði kvöldvökunnar. Eru þau erindi, upplestur, sjónleikir, hljómlist og söngur. Hér kemur að góðu haldi málakunnátta skólastjórans, því að sumir áheyrenda skilja illa ensku, eða alls ekki, og skýrir hann allt, sem fram fer. Það vill svo vel til, að ég hef hér undir höndum atriða- skrá einnar slíkrar kvöldvöku (fyrir 18. des. 1941). Hún er á þessa leið: 1) Dr. Covello flytur ávarp. 2) Nemendur og kennarar sýna þætti úr vinsælu leikriti. 3) Nemenda- kór skólans og nemendahljómsveit flytja tónverk eftir Hándel og Adam. 4) Almennur söngur með aðstoð kórsins og hljómsveitarinnar. (Almennur söngur tíðkast mjög á skemmtisamkomum vestra). Söngvarnir eru prentaðir í atriðaskránni, og eru þeir á þrem málum. Jafnframt þessum sölum skólans, sem nú hefur verið sagt frá, eru þar ýmis herbergi, sem konur umhverfisins hafa til afnota. Þar geta þær tekið þátt í saumum, prjóni, vefnaði og annarri handavinnu. Eins er hið mikla eldhús skólans opið fyrir konur umhverfisins, sem vilja kvnna sér matartilbúning, sem þær hafa ekki áður kunnað. Veit-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.