Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 34

Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 34
112 MENNTAMÁL tnál gjarnan fá fréttir af þessum sýningum eins og annarri skólastarf- semi, því að oft getur þar vakizt athygli manna á einhverju, sem þeim má að gagni verða. Skólasýning Austurbæjarskólans í Reykjavík var opnuð í skólanum laugardaginn 28. apríl s. 1. Sigurður Thor- lacíus skólastjóri ávarpaði gesti og gat þess, að skólinn hefði nú starfað í 15 ár. Um sýninguna sagði hann, að henni væri ætlað að geía fólki kost á að fylgjast með árangri af starfi barnanna í skólanum. Að lokinni ræðu skólastjóra var sýndur söngleikurinn Gleðilegt sumar eftir Guðmund Guðmundsson. Einnig söng barnakór undir stjórn Jóhanns söngkennara Tryggvasonar. Sýningin kom tíðindamanni Menntamála þannig fyrir sjónir, að hún gæfi góða hugmyncl um það, sem henni væri ætlað að sýna. Þar mátti sjá handavinnu stúlkna og pilta og teikningar þeirra og vinnu- bækur í skrift, stílum, reikningi, biblíusögum, íslandssögu o. fl. Einn af sundkennurum skólans sýndi, hvernig byrjendum væri kennt sund. Tveir fimleikakennarar létu börn sýna leikfimi, telpnaflokk og drengjaflokk. Á vegg einnar stofunnar hafði verið komið fyrir línuriti, er sýndi framför 7 ára barna í lestri, en slík linurit geta gefið þeim, er til þekkja, gleggri hugmynd urn framför og ástand í lestrarkunnáttu en unnt er að gefa í fljótu bragði á annan veg. Að síðustu var gestum boðið kaffi með kökum, og höfðu telpur rir efstu bekkjum skólans búið hvort tveggja til. Menntamál. Nú verður lilé á útkomu Menntamála í sumar, en í haust munu þau fara að koma út aftur. Þetta hefti er kallað apríl-hefti, þótt það komi að vísu ekki út fyrr en í maí, til þess að enginn mánuður falli úr á titilblaðinu jtangað til kemur að „sumarfríinu". 1944 komu út 5 liefti á fyrri hluta ársins, en nú ekki nema 4, og voru jressi hefti í fyrra samtals 128 bls., en heftin í ár eru 112 bls. En þess ber að gæta, að miklu meira hefur verið prentað með smáletri í jtessum heftum en gert var í fyrra (kennaraskráin), svo að munurinn á efnismagni verður ekki svo ýkja mikill. ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA. Útgáfustjórn: Ingimar Jóhannesson, Arngrímur Kristjánsson, Ólafur Þ. Kristjánsson, ritstjóri. Prentsmiðjan ODDI h.f.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.