Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 16

Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 16
94 MENNTAMÁL Fór hún oftar utan til þess að afla sér frekari þekkingar. Guðrún var björt yfirlitum og fríð sýnum. Bauð hún góðan þokka og var kvenleg í allri framkomu. Eitt ár var Guðrún kennari norður í Þingeyjarsýslu, en að Barnaskóla Reykjavíkur réðst hún 1901. Kenndi hún þar til ársins 1935, en þá lét hún af skólastarfi. Heima hjá sér kenndi hún eitthvað, allt fram á yfirstand- andi ár. Guðrún kenndi í skólanum allar greinir yngri börnum, en kristin fræði og landafræði í ýmsum deildum skólans, hærri og lægri. Lét henni kennslustarfið mætavel. Rækti hún það með frábærri alúð. Guðrún var óvenjulega vinsæl, og bar margt til þess, en sérstaklega lífsgleðin, blíðlyndið og nærgætnin. Fá- gætir eðliskostir hennar öfluðu henni almennra vinsælda. Góðleiki Guðrúnar var svo áhrifaríkur, að jafnvel pöru- piltar gættu háttvísi í návist hennar, innan og utan kennslustunda. Kennsluörðugleikana sigraði Guðrún með ástríki og um- burðarlyndi. Guðrún tók þátt í félagslífi kennara og var ævinlega fús til að leggja góðu málefni lið. — Bókavörður lesbóka- safns skólans var hún um skeið. Svo var Guðrún heilsugóð, að varla kom fyrir, að hún væri fjarverandi kennslustund alla sína löngu skólatíð. Hún var ströng við sjálfa sig og gleymdi hvorki ábyrgð né skyldu. Nú er þessi góða og hreinhjartaða kona horfin sjónum vorum. Og er gleðiefni öllum vinum hennar, hve minn- ingarnar um hana eru ljúfar og skuggalausar. Guðrún Daníelsdóttir var kona vel kristin og guðelsk- andi. Kom það ljóslega fram í öllu dagfari hennar. Hún lifði í sambandi við alveruna, allífið, hinn eina sanna Guð. Þess vegna lifði hún ánægð, áhyggjulítil og óttalaus. Daglega talaði hún við Drottin sinn um það, sem henni lá

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.