Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 28

Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 28
106 MENNTAMÁL Fréttir og félagsmál Kristján Sigurðsson, kennari á Akureyri, er sextugur um þessar niundir, f. 31. maí 1885. Hann tók kennarapróf 1909 og hefur verið kennari á Akureyri alla stund síðan, að fráteknum vetrunum 1917—20. Bjarni Jónsson, kennari í Fáskrúðsfjarðarlireppi, varð fimmtugur 28. apríl s. 1. Hann stundaði nám við Hvítárbakkaskólann og var síðan við framhaldsnám í Askov og víðar árin 1925—28, en kennarapróf við Kennaraskóla ís- lands tók hann 1934. Hann var kennari í Loðmundarfirði 1928—33, en í Eáskrúðsfjarðarhreppi hefur hann kennt síðan 1934. Jón Kristgeirsson, kennari í Reykjavík, varð fimmtugur 28. apríl s. 1. Hann tók kenn- arapróf 1934, en áður liafði hann verið langt kominn með mennta- skólann. Hann hefur lengstum starfað að kennslu síðan 1917, meðal annars við íþróttaskólann í Haukadal 1930—33, Gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar 1934—35, barnaskólann í Hrófbergshreppi í Strandasýslu 1935 —1944 og síðastliðinn vetur við Austurbæjarskólann í Reykjavík. Kennarapróf fyrir 50 árum. Fjórir menn tóku kennarapróf úr kennaradeild Flensborgarskól- ans vorið 1895. Þrír þeirra eru enn á lífi, en enginn þeirra stundar nú barnakennslu. Mennirnir voru Jiessir: 1. Eggert Levy, bóndi á Ósum á Vatnsnesi. 2. Halldór Halldórsson, fasteignasali í Winnipeg. 3. Jón Davíðsson, fyrr kaupmaður á Fáskrúðsfirði. 4. Sigurður Einarsson, kennari í Yzta-Skála undir Eyjaíjöllum, d- 1901- Kennarapróf fyrir J+0 árum. Vorið 1905 útskrifuðust 14 menn úr kennaradeikl Flensborgarskól- ans. Af þeim eru 10 á lífi, (um einn Jieirra, Björn Eiríksson, er þó ókunnugt, hvort liann er á líl'i eða ckki), en 2 einir stunda nú barna- kennslu. Mennirnir voru Jiessir: 1. Aðalbjörg Sigurðardóttir, frú, Reykjavík. 2. Arni Jóliannsson, gjaldkeri á Akureyri, d. 1945.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.