Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL 95 á hjarta, lofaði hann og vegsamaði. Þótti henni eðlilegt, að barnið stæði í sambandi við föður sinn. Hún efaði ekki, að allt hennar ráð væri í hendi forsjónarinnar. Hún vissi, að yfir oss er vakað. Hrörnun líkamans og dauða tók hún með rósemi. Löngum hafði bæn og lofgjörð fylllt huga hennar fögnuði. Nú ómuðu í vitundinni orðin dýrðlegu, sem ævinlega höfðu svalað hjartanu: „Lofa þú Drottin, sála mín, og allt, sem í mér er,. hans heilaga nafn.“ Og við andanum blöstu dásemdir himnanna. Hallgrímur Jónsson. Barnadagsblaðið kom út i Reykjavík á sumardaginn fyrsta, eins og undanfarin ár. Barnavinafélagið Sumargjöf gefur það út, en ritstjóri er Isak Jónsson. Ymislegt athyglisvert er í blaðinu. Jóhannes úr Kötlum á þar kvæði, en greinar skrifa: Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri, ísak Jónsson, kennari, Jónas B. Jónsson, fræðslufulltrúi, Björn Sigurðsson, læknir, Vigdís G. Blöndal, forstöðukona, Einar Olgeirssón, alþingismaður, Sigurbjörn Einarsson, dósent, og Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi. Áhugi á uppeldismálum virðist vera bæði mikill og almennur í Reykjavík, eins og reyndar víða á landinu. Má sjá þess merki bæði í framkvæmdum hins opin- bera (svo sem skólabyggingum) og einnig í dagblöðunum. Þannig birtir lil dæmis að taka Alþýðublaðið ekki alls l'yrir löngu viðtöl við náms- stjórana Bjarna M. Jónsson og Snorra Sigfússon. Og í öllum blöðun- um víkja bæði blaðamennirnir sjálfir og líka lesendurnir oft og einatt að uppeldismálum eða einstökum atriðum þeirra. Eru greinarnar flest- ar sýnilega ritaðar af einlægum umbótavilja, þótt skilningur og víð- sýni höfundanna sé vitanlega með ýmsu móti, eins og gengur. Er það gleðielni, hve margir menn láta sig þessi ntál varða og hve annt mönn- um er um, að eitthvað sé gert til gagns í uppeldismálum þjóðarinnar.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.