Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 31

Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 31
MENNTAMÁL 109 um sendibréf sem verkefni til samanburðarprófs tvö undanfarin ár, og höfðu framfarir orðið mjög miklar. Hann lagði einnig frani til sýnis nokkur sendibréfanna. Þá var rætt um launamálið og létu fundarmenn ánægju sína í ljós yfir þeirri viðurkenningu á starfi kennara, sem í lögunum felst. Fögn- uðu menn því, að gela gefið sig óskipta fremur en áður að hinum mikilvægu skólastörfum. Samkvæmt tilmælum námsstjórans hlustuðu fundarmenn að Sel- fossi á kennslu þar, sér lil mestu ánægju. Skólastjórinn, Sigurður Eyj- ólfsson, kenndi reikning, en Leifur kennari Eyjólfsson kenndi yngri börnum lestur. Skýrðu þeir síðan í ræðu frá starfsaðferðum sinum við kennsluna. Var kennsla í þessum greinum síðan tekin til umræðu og jafnframt framkoma barnanna og skólasiðir almennt. A fundinum í Garði var rætt um Thorkilliisjóðinn, hina rausnar- legu gjöf Jóns Þorkelssonar, skólameistara latínuskólans í Skálholti, til kristilegrar alþýðumenningar í Kjalarnesþingi, en sá sjóður hefur komið skólunum á þessu svæði að miklu gagni. Þá minntist námsstjóri á nauðsyn gagnfræðaskóla fyrir Reykjanesskaga, og gætn nemendur sótt hann. daglega, ef notaðir væru skólabílar. Fundarmenn sátu boð hjá Sveinbirni Arnasyni, skólastjóra í Garði, en síðan var fundi haldið áfram fram á nótt. Báðir fundirnir voru haldnir í nýbyggðunt skólahúsum, og skoðuðu fundarmenn hin glæsilegu húsakynni. Sendu fundirnir viðkomandi skólanefndum kveðju sína og árnaðaróskir vegna framtakssemi þeirra í byggingarmálunum, en í skólanefnd í Garði eru: Björn Finnboga- son, formaður, Jóhannes Jónsson og Jón Eiríksson, og í skólanefndinni á Selfossi eru: Sigurður O. Olafsson, formaður, Egill 'Fhorarenseirog Arnbjörn Sigurgeirsson. Hugmyndin er, að fundir sent þessir verði framvegis haldnir í nýbyggðum skólahúsum, þar sem því verður við komið, og er það auðvelt í Gullbringusýslu, því að þar eru þrír skólar nýreistir og verið að byrja á þeim fjórða. Barnavinafélagið Sumargjöf. Formaður þess, ísak Jónsson, birtir í Barnadagsblaðinu yfirlit yfir starfsemi þess árið 1944. Hér skulu nokkur alriði tekin upp úr skýrsl- unni til þess að sýna, bve umfangsmikil starfsemi þessa merka félags- skapar er og hve mikið autt skarð yrði eftir í uppeldismálum höfuð- staðarins, ef henni yrði burtu kippt. Tölurnar innan sviga tákna hlið- stæðar tölur fyrir árið 1944. „Félagið starfrækti heimili allt árið, eða 366 daga (365). Starfsemi þess var í 7 deildum, eða sem hér segir:

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.