Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 30
108 MENNTAMÁL og ennfremur sýslumann Mýrasýslu. Fulltrúar mættu úr öllum hrepp- um nema einum, sem ekki gátu komist vegna sérstakra orsaka. Jón Steingrímsson sýslumaður stýrði fundinum, en sr. Björn Magnússon á Borg annaðist fundarritun. Til umræðu var breytingar á skólahaldi farskólahverfanna. Námsstjóri hafði framsögu og lagði fram eftirfar- andi tillögur, sem voru samjrykktar með samhljóða atkvæðum, eftir allmiklar umræður: í. Fundurinn álítur nauðsyn að breyta kennsluskipan í farskóla- hverfum sýslunnar þannig að taka upp fasta skóla í stað far- kennslunnar, en vegna staðhátta í sýslunni sé jjá aðeins um heima- vistarskóla að ræða. 2. Fundurinn telur æskilegt, að öll farskólahverfi sýslunnar geti sam- einazt um einn skóla, en sameining uni tvo heimavistarskóla sé vel viðunandi, og jtað þótt einn eða fleiri hreppar yrðu þá í fé- lagi við hreppa utan sýslunnar um heimavistarskóla. 3. Fundurinn álítur, að samvinna heimavistarbarnaskóla og hús- mæðraskólans við Stafholtsveggjahver só hagkvæm frá fjárliags- legu sjónarmiði og til tryggingar fjölbreyttri kennslu, ennfremur vegna jarðhita og legu staðarins, hvort heldur jtar yrði að ræða um barnaskóla fyrir öll farskólahverfi sýslunnar eða nálægustu hreppa. 4. Fundurinn beinir jreint tilmælum til skólanefnda allra farskóla- hverfa sýslunnar, að liver nefnd kalli saman hreppsfund í skóla- hverfi sínu á þessu vori, til þess að leita samþykkis um samstarf hreppanna um heimavistarskóla. Hver hreppur sem samjtykkir samstarf jjetta, kjósi einn fulltrúa í undirbúningsnefnd. Er jjeirri nefnd ætlað að taka fullnaðarákvarðanir — fyrir hönd hreppanna — um sameiningu skólahverfanna, ákveða skólastað og jarðnæði, útvega teikningu að skólahúsi og annað, er að undirbúningi skóla- byggingár og sameiginlegum rekstri skóla lýtur. Nefndin starfi með Jjað fyrir augum, að hafizt verði handa um skólabyggingu á hausti komanda eða á næsta ári — 1946. Kennarafundir. Dagana 28. og 29. marz s. 1. hélt Bjarni M. Jónsson námsstjóri fund að Selfossi með kennurum í Arnessýslu og 8. apríl s. 1. fund í Garði með kennurum á Reykjanesskaga. Menntamál hafa spurt frétta hjá námsstjóranum um fundi þessa og lét hann hið bezta yfir þeim. Verkefni fundanna var sérstaklega vorverkin í barnaskólunum, jj. e. prófin, skýrslugerðir, vornámskeið í sundi og handavinnu og vorskóli yngri barnanna. — Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi mætti á báðum fundunum og hafði framsögu um sundnámskeiðin og skólaíjnóttir, en að öðru leyti hóf námsstjórinn umræður. Ræddi hann meðal annars

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.