Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 23

Menntamál - 01.04.1945, Blaðsíða 23
MENNTAMÁL 101 Frá Barnahjálpinni 1 marzmánuði í fyrra gekkst Samband íslenzkra barna- kennara fyrir því, að söfnun væri hafin til hjálpar nauð- stöddum börnum í hernumdu löndunum, einkum á Norður- löndum. (Smbr. marzhefti Menntamála 1944). Söfnun var þegar hafin í öllum skólum landsins, og voru undirtektir mjög góðar. Söfnunin nemur nú 405 þúsund krónum, og auk þess 30 þús. kr. í loforðum um mánaðargreiðslur. Nokkru af fatnaði var og safnað, og var það afhent Noregs- söfnuninni hér í vetur, jafnskjótt og Norður-Noregur losnaði undan hinu erlenda oki, og þess óskað, að fatnaður- inn yrði sendur þangað. Nánari grein fyrir söfnuninni á einstökum stöðum verður gerð síðar. Þess var vænst, þegar söfnunin hófst, að unnt yrði að koma mánaðarlegum styrkjum til norskra barna. Fram- kvæmdanefnd Barnahjálparinnar, en í henni eru Ingimar Jóhannesson, Jónas B. Jónsson og Arngrímur Kristjáns- son, leitaði strax samstarfs hjá utanríkismálaráðuneytinu og sendifulltrúa íslands í Stokkhólmi, hr. Vilhjálmi Fin- sen, og hafa þeir aðilar ekkert til sparað að greiða fyrir málinu. Áleit Finsen, að heppilegast væri að fá sænska Rauða krossinn til þess að annast um greiðslurnar til barnanna, en af styrjaldarástæðum dróst það mjög á langinn, að féð yrði yfirfært, og þegar yfirfærsluleyfi fékkst loks á peningunum til Svíþjóðar, voru ástæður orðnar það breyttar, að Finsen ráðlagði samkvæmt áliti ráðandi manna í norska sendiráðinu í Stokkhólmi að fresta mánaðargreiðslunum, því að vöruskortur væri mikill í Noregi, og kaupa heldur matvæli í Svíþjóð og senda þau

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.