Menntamál - 01.05.1946, Qupperneq 4

Menntamál - 01.05.1946, Qupperneq 4
74 MENNTAMÁL við er að etja nú. Skólar landsins, aðrir en barnaskól- arnir og sumir gagnfræða- og héraðsskólanna, hafa risið upp einn og einn í senn og lög verið um þá sett án tillits eða með litlu tilliti til annarra skóla. Þeir hafa haft til- tekin inntökuskilyrði og sérstök inntökupróf. Engin alls- herjar undirbúningur undir sérskólanám hefur verið til. Af þessu hefur leitt, að til slíks náms hafa nemendur komið næsta misjafnlega að sér. Gagnfræðingar hafa orðið að setjast á bekk með þeim, sem hafa lokið litlu meira en barnaskólanámi. Sérskólarnir hafa orðið að leggja óeðlilega mikla áherzlu á almennar greinar og því getað sinnt sérgreinum miður en skyldi. — Þá hefur að- stöðumunur unglinga til þess að búa sig undir framhalds- nám verið geysimikill, eftir því hvar þeir hafa átt heima á landinu. Þetta eru þeir höfuðágallar á íslenzkri skólaskipan, ringulreiðin og misréttið, sem lögum þessum er ætlað úr að bæta. Ef til vill mætti orða markmið þeirra svo í stuttu máli: Réttur nemandi í réttum skóla á réttu aldursskeiði. — Við samningu frumvarpanna kostaði nefndin umfram allt kapps að færa sér í nyt innlenda reynslu og virða fyr- ir sér, í hvaða átt þróun skólamálanna hefir stefnt óháð valdboðum og lagafyrirmælum. Þá þróun er hægt að örva og efla. Leit nefndin svo á, að með henni hafi skólarnir verið að sinna kröfum þjóðlífsins til þeirra. Jafnframt kynnti nefndin sér reynslu annarra þjóða og hafði til hliðsjónar tillögur um skipun skólamála, sem á döfinni voru einkum á Norðurlöndum og Englandi. Skulu nú rakin helztu ákvæði hinna nýju laga. Þar segir, að allir skólar, sem kostaðir eru eða styrktir af al- mannafé, skulu mynda samfellt skólakerfi. Þetta skóla- kerfi skiptist í fjögur stig: 1- barnafræðslustig, 2. gagn- fræðastig, 3. menntaskóla- og sérskólastig og 4. háskóla- stig. Á barnafræðslustiginu verður sú breyting frá því, sem

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.