Menntamál - 01.05.1946, Síða 8
78
MENNTAMAL
Jón Pálsson
fyrrverandi bankaféhirðir
Hann andaðist að heimili
sínu, Laufásvegi 59, hinn
22. jan. síðastliðinn, rúm-
lega áttræður.
Jón Pálsson var fæddur
að Syðra-Seli í Stokkseyr-
arhreppi 3. ágúst 1865 og
ólst þar upp. Árið 1902
fluttist hann til Reykjavík-
ur og bjó þar síðan. Hann
/ar aðalféhirðir Landsbank-
ans 1912—’28.
Jón hneigðist að tónlist
úns og bræður hans, Bjarni,
Jísli og ísólfur, og um 40
ára skeið kenndi hann á
harmonium (orgel). Munu
þessir nemendur hans skipta nokkrum hundruðum. Hann
var kirkjuorganleikari frá 1887—1926, fyrst á Stokks-
eyri og Eyrarbakka og síðar við fríkirkjuna í Reykjavík.
Jón var barnakennari á Stokkseyri 1887—89 og á Eyrar-
bakka 1889—1902. Hann var ötull og góður kennari, eink-
um var skriftar- og reikningskennslu hans við brugðið.
Einnig hélt hann skóla fyrir sjómenn árin 1890—1902-
Jón heitinn beitti sér mjög fyrir mannúðarmálum, eink-
um í þágu barna og sjúkra manna. Hann var formaður
barnaverndarnefndar Reykjavíkur frá 1932 til dauðadags.
Hann átti drýgstan þátt í stofnun sumardvalarheimilis
Qddfellowa að Silungapolli og var formaður og fram-