Menntamál - 01.05.1946, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL
79
kvæmdastjóri þess alla tíð. Jón var hvatamaður að stofn-
un Sjúkrasamlags Reykjavíkur 1909 og var formaður
þess þar til 1935, að tryggingarlöggjöfin kom til fram-
kvæmda.
Jón Pálsson gekk í Góðtemplararegluna á unga aldri og
var þar æ síðan. Gegndi hann ýmsum mikilvægum störf-
um, m. a. fyrir Stórstúkuna. Árið 1939 gáfu þau hjónin
20 þús. kr. til stofnunar drykkjumannahælis.
Reykvíkingar og fleiri kannast við áhuga og elju Jóns
Pálssonar á dýraverndarmálum. Hann var sannnefnd-
ur dýravinur eigi síður en barnavinur.
Hér hefur aðeins verið drepið á hið helzta, sem Jón
heitinn lét til sín taka. Hér er eigi rúm til þess að fara út
í það nánar, hversu hugðarefni hans hrifu hug hans allan,
en þó skal það sagt, að gott væri til þess að vita, að sem
flestir gætu beitt sér af jafnmikilli alúð að því að hjálpa
þeim, sem hjálpa þarf, og Jón gerði á sviði mannúðar-
málanna.
Jón Pálsson hefur safnað miklum fróðleik frá átthög-
um sínum. Er nú hafin útgáfa á nokkru af því, sem hann
hefur ritað. Fyrsta hefti þess safns — Austantórur I —
kom út á síðasta ári. Einnig hefur Jón safnað skrýtlum
o. fl., sem til gagns og skemmtunar má verða.
Árið 1895 giftist Jón Önnu S. Adólfsdóttur, sem ávallt
hefur verið og er hvers manns hugljúfi.
Hinir mörgu nemendur Jóns Pálssonar minnast hans
með hlýhug og þakklæti fyrir kennslu og liðsinni í hví-
vetna. Aðrir, sem notið hafa góðs af störfum hans eða
liðsinnis, gleyma honum ekki. Ef dýrin mættu tala eða
gefa út þingsályktanir, þá mundu þau einnig senda honum
þakkarkveðju sína.
Helgi Elíasson.