Menntamál - 01.05.1946, Side 11

Menntamál - 01.05.1946, Side 11
MENNTAMÁL 81 Voru foreldrar hans Erlendur Guðmundsson bóndi og Guðlaug Jónsdóttir, síðari kona hans. Móður sína missti Þorleifur, er hann var tveggja ára að aldri. Ólst hann upp hjá föður sínum og ráðskonu hans,Vilborgu Gutt- ormsdóttur, er reyndist Þorleifi og systkinum hans með ágætum. Þorleifur var bókfús og söngelskur í æsku. Var honum komið til náms í organleik til Jónasar Helgasonar tónskálds, og mun Jónasi hafa þótt mikið koma til hans á tónlistarsviðinu, enda örvaði hann Þorleif til utanfarar og framhaldsnáms, en þess var ekki kostur vegna fjár- skorts. Þá fór Þorleifur í kennaradeild Flensborgarskól- ans og lauk þar kennaraprófi. Hóf hann upp frá því kennslu í ýmsum héruðum landsins, en lengst af hefur hann stundað þau störf í átthögunum. Þorleifur er glað- ur maður og skemmtinn við kynningu, en hlédrægur á mannamótum. Þó hygg ég, að hann sé góður áheyrandi og geymi margt í minni, sem hann flíkar ekki að jafnaði. Hann er einn af þeim mönnum, sem hafa unnið af gleði sín störf og fundið köllun sína í því, er hann þráði í æsku, en fékk eigi að njóta nema að litlu leyti. Gunnar M. Magnúss. Frd Eskifirði. Þar er eins og víðar vaknaður áhugi á að bæta húsnæði skólans með því að byggja nýtt skölahús, og talaði skölastjórinn, Skúli Þor- steinsson, um það efni, er hann sagði skólanum upp, 2. maí s. 1. Á sýningu á skólavinnu barnanna vöktu þrjár vinnubækur um Eski- fjörð mesta athygli. Sú nýjung var tekin upp í vor, að verðlaun voru veitt því barni í hverri deild, sem mestum framförum hafði náð yfir veturinn í landsprófsgreinunum (lestri, réttritun og reikningi). Skap- aði þetta almennari áhuga en unnt er að skapa með því að verð- launa einungis ])á nemendtir, sem hæstar einkunnir fá, eins og víða er siður. Unglingadeildir Rauða-Krossins störfuðu af töluverðu fjöri. Þær sendu mjög myndarlegar fatagjafir til Noregs og glöddu einnig sjúkl- inga á jólunum. — Alls stunduðu 109 börn nám í skólanum, 48 stúlkur og fii drengur. en t8 börn luku fullnaðarprófi,

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.