Menntamál - 01.05.1946, Side 13

Menntamál - 01.05.1946, Side 13
MENNTAMÁL 83 bækur út; sumar aftur og aftur. Á meðan lætur Ríkis- útgáfan sífellt sitja við hið sama í þessum efnum. Hún er steinrunnin. Minna lesefni er ætlað börnum, sem eru að læra að lesa, en þeim, sem læs eru. Öðru og þriðju bekkjum er ætlað minna lestrarmagn en þeim fimmtu og sjöttu. Þó eru aðrir og þriðju bekkir fyrst og fremst lestrarbekkir. Æfingin er þar fyrir öllu. Efnið þarf að vera vel valið. Það þarf um fram allt að vera lystugt. Bækurnar eiga að stig- þyngjast. Nú er svo komið, að lestrarbækur Ríkisútgáfunnar eru ekki svipað því nægilegt lesefni fyrir lægri bekkina. Flestir éta því fyrír sig fram. Sumir eru heilum árgangi á undan. Sumir hirða lítt um að fylgja flokkunum í réttri röð. Má virða það til vorkunnar, því að kerfi fyrirfinnst ekki. Lestrarbækur geta verið vinnubækur í móðurmáli. Þær eiga að leggja til margs konar verkefni til úrvinnslu. Verkefnin eiga að þroska málsmekk og auka orðaforða- Slík verkefni finnast vart í lestrarbókum Ríkisútgáfunnar. Ef menn athuga lestrarflokka annarra þjóða, hljóta þeir að blygðast sín fyrir kauðalegu heftin íslenzku. I þær lesbækur hafa verið lögð mikil og nákvæm vinnu- brögð. Ekkert er tilsparað til þess að gera bækurnar sterk- ar, glæsilegar og skemmtilegar. Mætti ekki að þessu athuguðu kasta fram nokkrum spurningum til Ríkisútgáfunnar og fræðslumálastjórn- arinnar: Hvað dvelur? Hví er ekki hafizt handa um endurskoð- un lestrarbókanna? Hvenær fáum við lítilþægir kennarar eitthvað betra í þessum efnum? Hvers vegna eru ekki ráðnir kunnáttumenn, sem ekki rasa um ráð fram, til þess að skipuleggja nýtt lesefniskerfi í stað gömlu bráðabirgða- heftanna? Hvers vegna er ekki ráðinn góður teiknari í þágu Ríkisútgáfunnar? Hví ekki að innleiða snefil af vísindalegum vinnubrögðum í vali lesefnis fyrir barna-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.