Menntamál - 01.05.1946, Síða 16

Menntamál - 01.05.1946, Síða 16
86 MENNTAMÁL hvar sem hann fer. Einkennir það störf hans öll, jafnt við kennslu og skólastjórn sem sveitarstj órn og aðra opin- bera þjónustu- Ekki hefur Ólafur einskorðað starf sitt við embætti sitt og sýslunarstörf, þó að þar hafi lengstum verið nóg að gera. Hann hefur auk þess verið vaskleikamaður á öðrum sviðum. Hefur enginn talið saman stundir hans í þjónustu góðtemplarareglunnar og annarra menningar- legra félagsstarfa. En trúlega var þar unnið. Fer það vel þeim mönnum, sem hafa valið sér uppeldismálin að lífs- starfi, að vinna þeim utan við kennslustundir og skóla- stofur. Ég hef verið svo heppinn að sitja á nokkrum fundum með Ólafi. Kemur mér það löngum í hug, ef ég heyri ófimar tillögur eða klaufskar ályktanir frá einhverri sam- komu, svo sem við ber, að vel hefðu þeir, sem þar fjöll- uðu um, mátt hafa Ólaf Ólafsson með sér í ráðum. Og margir Vestur-ísfirðingar aðrir en ég mega þakksamlega og með ánægju minnast bendinga hans og tilsagnar, þó að stundum hafi máske þótt hart undir að búa. Kennaralaun voru fjarri því að vera lífvænlegar árs- tekjur fjölskyldumanni lengst af starfstíma Ólafs. Var hann þá löngum á sjó á sumrum að hætti feðra sinna, stundum formaður á fiskibáti, stundum stýrimaður á varðbátum ríkisins. Stýrimannafræði nam hann af föður sínum og tók próf að því loknu. Ólafur lítur nú sextugur yfir langan starfsdag og svika- laust notaðan. Hann hefur bæði verið þegn og húsbóndi og rækt það af trúmennsku. Hygg ég, að það sé einkenni á honum, hve alvarlega hann tekur öll sín störf. Þess- vegna hefur hann verið nýtur maður og kraftar hans notazt vel. Þess vegna er það meira en ella, sem hann hefur kennt. Hann hefur sjálfur kennt með dæmi sínu, hvernig á að nota dagana. Og það er ekki minnst um vert. Halldór Kristjánsson.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.