Menntamál - 01.05.1946, Blaðsíða 19

Menntamál - 01.05.1946, Blaðsíða 19
MENNTAMAL 89 Fimm afmæli Á öðrum stað í þessu hefti Menntamála, er minnst tveggja kennara, er afmæli áttu íyrir skömmu, svo að annar þeirra varð sextugur, en hinn sjötugur. f þessari smágrein hér verður stuttlega getið fimm kennara ann- arra, sem líkt stendur á um, og er ekki þess vegna stutt um þá skrifað, að þeir séu eigi lengra máls maklegir, heldur valda þrengsli í tímaritinu. Allir þessir menn eiga langan starfsdag að baki. Allir eru þeir úr hópi þeirra manna, sem alúð leggja við hvert starf, stórt og smátt, vinna ekki fyrst og fremst vegna launanna heldur vegna hins, að verkið er nauðsyn- legt og einhver þarf að gera það. Allir hafa þeir verið þjóðfélagi sínu þarfir þegnar og varið ævinni til að skapa því góða og örugga framtíð. Stefán Hannesson kennari í Litla-Hvammi í Mýrdal er fæddur 16. marz 1876 að Efri-Ey í Meðallandi. Hann tók kennarapróf úr kennaradeildinni í Flensborg eftir eins vetrar skólaveru vorið 1901. Áður hafði hann kennt börnum í Skaftár- tungu, Álftaveri og Vík í 4 vetur. Að loknu kennaraprófi gerðist hann kennari í Dyr- hólahreppi, en þar var þá nýreistur skóli. Stefán fékk skólann fluttan þangað, sem hann stendur nú, og reisti sér þar jafnframt nýbýli, sem hann kallaði Litla-Hvamm,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.