Menntamál - 01.05.1946, Blaðsíða 20
90
MENNTAMAL
en áður var enginn byggð þar í Hvamminum. Á þeim
stað hefur Stefán búið síðan og jafnframt stundað barna-
kennslu með miklum ágætum. Litli-Hvammur má nefnast
miðstöð félagslífs þar í sveit, og í 43 ár hefur Stefán verið
lífið og sálin í margvíslegum félagssamtökum, svo sem
búnaðarfélagi, bindindisfélagi og ungmennafélagi. Hann
talar af sjálfs sín reynslu,
þegar hann segir í Minn-
ingarriti U. M. F. íslands:
„Það er gott að vinna sig
heitan og þreyttan að
framgangi nauðsynjamála
og njóta vinnugleði og
hvíldar í félagi- Og ekk-
ert borgar sig betur.“
Klemens Jónsson kenn-
ari á Vestri-Skógtjörn á
Álftanesi er fæddur 1.
apríl 1876 að Jórvík í
Álftaveri. Hann tók kenn-
arapróf úr kennaradeild-
inni í Flensborg vorið
1903 og stundaði síðan
framhaldsnám í Kaup-
Klemens Jónsson.
mannahöfn. Kennari var hann í Meðallandi veturna 1903
—1905, en í Bessastaðahreppi á Álftanesi síðan haustið
1905. Jafnframt hefur hann gegnt fjölmörgum trúnaðar-
störfum fyrir sveitarfélag sitt og jafnan þótt hinn traust-
asti starfsmaður. Stéttarmál kennara lét hann um skeið
allmjög til sín taka og reyndist þar eins og annars stað-
ar athugull og þéttur fyrir. Hann átti sæti í stjórn Sam-
bands íslenzkra barnakennara samfleytt í átta ár, 1922
—1930, og var alla jafna drjúgur í fylgi við þau mál,
er hann hugði að koma mættu skólastarfseminni og kenn-
urum að gagni.