Menntamál - 01.05.1946, Síða 22

Menntamál - 01.05.1946, Síða 22
92 MENNTAMAL Björn Jakobsson skólastjóri Iþróttaskólans á Laugar- vatni er fæddur að Narfastöðum í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu 13. apríl 1886. Hann tók gagnfræðapróf á Akureyri og stundaði síðan nám við Askov-skóla í Dan- mörku. Hann tók próf í fimleikum og heilsufræði við Statens Lærehöjskole í Kaupmannahöín árið 1908. Síðan var hann íþróttakennari við Kennaraskólann og Mennta- skólann í Reykjavík og starfaði jafnframt hjá Iþróttafélagi Reykjavíkur. Varð kvennaflokkur L R. frægur bæði innan lands og utan undir stjórn hans. Þeg- ar íþróttaskólinn á Laugar- vatni var stofnaður 1932, varð Björn skólastjóri hans og er það enn. Áhriíanna af starfsemi Björns Jakobs- sonar hefur því gætt víða um land og á eftir að gæta enn meir, enda er Björn hinn mesti kunnáttumaður Bjöm Jakobsson. [ sinni grein og um margt brautryðjandi í þessum málum, en einmitt í byrjun ríður mest á, að vel sé á málum haldið, svo sem Björn hefur gert. Þorsteinn G. Sigur&sson kennari við Miðbæjarskólann í Reykjavík er fæddur að Völlum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 14. maí 1886. Hann tók gagnfræðapróf á Akur- eyri 1906 og gerðist þá þegar farkennari í Saurbæjar- hrepp, en við heimiliskennslu hafði hann starfað einn vet- ur áður en hann fór í skólann. I Kennaraskólann fór hann 1911 og tók próf þaðan vorið eftir (1912). Næsta vetur var hann kennari við alþýðuskólann á Hvítárbakka og síðan einn vetur við smábarnakennslu í Eyjafirði. Kenn-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.