Menntamál - 01.05.1946, Qupperneq 26

Menntamál - 01.05.1946, Qupperneq 26
96 MENNTAMÁL gáfu um mánaðarstyrki, svo að þeir geti fylgzt með, hvern- ig fénu er varið.“ Að tillögu Vilhjálms Finsens var bréfspjald lagt í hvern matarpakka, er til Noregs var sendur, svo að „börnin, er bögglana hlytu, fengju tækifæri til að þakka fyrir sig.“ Hefur framkvæmdastjórnin fengið fjölda þakkarbréfa frá norskum börnum, um 3 000 að tölu. „Bréfum þessum skiptum vér í hlutfalli við fjölda skólabarna í hverjum skóla, er sent hefur gjafir til Barnahjálparinnar, og ósk- um að skólastjórar og kennarar útbýti þeim meðal skóla- barna sinna.“ Menntamálum hafa verið send tvö af þessum bréfum. Annað er frá 11 ára telpu, Evu Maren Eide, Barkestad, Vesterálen. Hún segir: „Það var sönn gleðistund fyrir okkur skólabörnin, þegar skólapökkunum var útbýtt. Við erum svo glöð yfir, að stríðið skuli vera búið og við fáum aftur að búa í frjálsu landi. . . . Mamma og pabbi senda hjartans þakkir fyrir allt gott, sem var í bögglinum, eink- um fyrir kaffið, sem þeim fannst hreint indælt.“ Hitt bréfið er frá pilti, sem ekki segist vera meðal minnstu skólabarnanna í sinni sveit, enda er hann tvítug- ur að aldri og nemandi í gagnfræðaskóla. Hann er fátækra manna og bæði af þeim sökum og vegna styrjaldarinnar fór hann ekki í gagnfræðaskólann fyrr en haustið 1944, en var áður í framhaldsskóla og lærði þar eitthvað í íslenzku. Hann langar til að komast í bréfasamband við íslending, „stóran eða lítinn, pilt eða stúlku. Helzt vildi ég fá bréf á íslenzku. Ef það væri fært, vildi ég biðja um að komast í samband við íslenzkt skólafólk, sem les ensku . . . Guð geymi gömlu Isafold.“ Ef einhverjir af lesendum Menntamála skyldu vilja verða við tilmælum þessa unga Norðmanns, er hér nafn hans og heimilisfang: Per Antonsen, Furöysæter, Harstad, Norge.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.