Menntamál - 01.05.1946, Side 31
MENNTAMÁL
101
Fréttir og félagsmál
Arnfinnur Jónsson
kennari í Reykjavík varð fimmtugur fyrir skömmu (fæddur 7. maí
1896). I-Iann tók stúdentspróf 1920 og las síðan uppeldisfræði og
heimspeki við háskóla í Leipzig 1921—23. Skólastjóri á Eskifirði var
hann 1923—1939, en við Austurbæjarskólann í Reykjavík hefur hann
kennt síðan haustið 1939.
Valdimar Ossurarson
skólastjóri í Sandgerði varð fimmtugur fyrir skömmu (fæddur 1. maí
1896). Hann tók kennarapróf 1921, fyrir 25 árum, var kennari í
Rauðasandslirepp í Barðastrandarsýslu 1921—25, við héraðsskólann á
Núpi í Dýrafirði 1926—30 og í Sandgerði síðan 1930.
Barnavinafélagið Sumargjöf
í Reykjavík hefur birt skýrslu um starfsemi sina 1945 í Barna-
dagsblaðinu. Þar segir svo meðal annars (í svigum eru tölur frá ár-
inu 1944 til samanburðar);
„Félagið starfrækti barnaheimili allt árið, eða 365 daga (366).
Starfsemin var í 7 deildum:
1. Grænaborg var sumarskáli fyrir Suðurborg, starfsdagar þar því
taldir með Suðurborg.
//. Vesturborg: Vistarheimili, ársstarfsemi, stárfsdagar 365 (366).
Dvalardagar alls 6673 (6557). Barnafjöldi alls 46 (43).
III. Tjarnarborg:
1. Dagheimili: Arsstarfsemi alls virka daga, en 12 daga hlé í
júní vegna sumarfria, og vikulokun vegna skarlatsóttar.
Starfsdagar 283 (301). Dvalardagar alls 15981 (14942). Barna-
fjöldi alls 123 (116).
2. Leikskóli: Starfandi á sama tíma og dagheimilið, en var lokað
milli jóla og nýjárs. Starfsdagar 278 (301). Dvalardagar aBs
9646 (7915). Barnafjöldi alls 106 (106).
IV. Suðurborg:
1. Dagheimili: Ársstarfsemi alla virka daga, en 12 daga hlé í
júlímánuði vegna sumarfría og nokkra daga vegna veikinda.
Starfsdagar 279 (296). Dvalardagar alls 8164 (8723). Barna-
fjöldi alls 86 (110).'