Menntamál - 01.05.1946, Page 32
102
MENNTAMÁL
3. Leikskóli: Ársstarfsemi alla virka daga, með síimu úrtöllum
og dagheimilið, auk jólafrísins. Starfsdagar 274 (291). Dvalar-
dagar alls 6193 (9558). Barnafjöldi alls um 100 (125).
3. Vistarheimili: Ársstarfsemi, starfsdagar 365 (366). Dvalardag-
ar alls 5663 (6330). Barnafjöldi alls 35 (68).
4. Vöggustofa: Ársstarfsemi, starfsdagar 365 (366). Dvalardagar
alls 5946 (8013). Barnafjöldi alls 42 (50). Starfsdagar þessara
stofnana urðu ])ví samlals 2209 (2274).
Á heimili félagsins komu alls 538 börn (618), aldur o—11 ára.
Dvalardagar barnanna urðu alls 58266 (62047). Þar af tilheyrðu leik-
skólanum 15839 (17473) dvalardagar, án fæðis. Dvalardagar barnanna
verða færri nti en árið áður, m. a. vegna þess, að 12 daga hlé varð á
dagheimilis- og leikskólastarfseminni í júlí, vegna sumarfría. Og svo
einnig vegna þess, að nauðsyn þótti, vegna húsrýmis, að fækka rúm-
um á vistarheimilunum. Reksturskostnaður heimilanna varð alls um
560 þús. kr. (450 þús.). Meðlög og skólagjöld urðu samtals um 350
þús. kr. (293 þús.).
Styrkur frá ríkissjóði var 70 þús. kr. (70 þús.).
Styrkur frá bæjarsjóði Reykjavíkur var 180 þús. kr. (140 þús.).
Barnaheimilunum er hvorki reiknuð húsaleiga né kostnaður við
búsáhöld og leikföng."
Á sumardaginn fyrsta efndi Sumargjöf til mikilla hátíðahalda í
Reykjavík að venju. Einnig gaf félagið þá út ársritið Sólskin og
Barnadagsblaðið.
Isak Jónsson skólastjóri er formaður og framkvæmdastjóri Sumar-
gjafar, eins og að undanförnu.
Kennarapróf fyrir 50 árum.
Vorið 1896 sóttu engir kennaranámskeiðið í Flensborgarskólanum,
og tóku þess vegna engir kennarapróf það vor.
|. * I : ; r "
Kennarapróf fyrir 40 árum.
Vorið 1906 luku eftirtaldir menn prófi úr kennaradeild Flens-
borgarskólans:
1. Aðalheiður R. Jónsdóttir, húsfreyja að Hrísum í Víðidal, d. 1931.
2. Anna Rósa Þorvaldsdóttir, lyrr forstöðukona Kvennaskólans á
Blönduósi.
3. Björn Guðmundsson, fyrr skólastjóri á Núpi.
4. Grímur Grímsson, fyrr skólastjóri í Ólafsfirði.
5. Jóhanna Jensdóttir, húsfreyja í Stykkishólmi, d. 1923.
6. Jóhannes Þorsteinsson, kennari á ísafirði, d.
7. Jón Jónsson frá Flatey, kennari í Reykjavík.