Menntamál - 01.03.1947, Page 7

Menntamál - 01.03.1947, Page 7
MENNTAMÁL XX., 1.—2. JAN.—MARZ 1947. HARALD SCHJELDERUP: Val nemenda til framhaldsnáms Grein þessi er eftir Harald Schjelderup prófessor í sálarfræði við Óslóarliáskóla. Fjallar hún um málefni, sem mjög er aðkallandi í öll- um menningarlöndum. Ætti hún að geta skýrt fyrir mönnum þann mikla vanda, sem liér er á ferðum, og hversu fádæma óskynsamlega við, eins og flestar aðrar þjóðir, bregðumst við honum. Eru þau mál, sem liér eru rædd svo almenns eðlis, að meginefni greinarinnar á jafnt erindi til okkar sem Norðmanna. I. Fræðslukerfi menningarlandanna hefur stundum verið líkt við pýramída. Neðsta lagið samsvarar barnaskólun- um, síðan er hlaðið lagi ofan á lag, jafnframt því sem þau dragast saman. Fáeinir komast alla leiðina upp á toppinn og ná hinni æðstu viðurkenningu háskólans, dokt- orsnafnbótinni. Þjóðfélagið varðar það auðvitað geysimiklu, með hverj- um hætti þetta úrval gerist. Það ríður á miklu, að þeir, sem hljóta æðri menntun, að ekki sé talað um hina æðstu, séu í raun og sannleika til þess hæfir, að það séu þeir, sem hafa bezt skilyrði til að hagnýta sér hana og séu færir um að skipa æðstu stöður þjóðfélagsins. Mér er sterkur grunur á því, að við höfum fram að þessu leyst þennan vanda að ýmsu leyti ákaflega illa af höndum. Af skiljanlegum ástæðum er mér eðlilegast að líta á þessi mál frá sjónarhól háskólans og annarra æðri skóla. Eins og menn vita, eru hömlur á því að komast í hina æðri skóla (högskolene) sem og að lækna- og lyfja- deild háskólans. Nú sem stendur verða stúdentar að hafa

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.