Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL
5
benda til, að um 80% mismunarins á greind einstaklinga
eigi ráetur að rekja til erfða, en 20% til umhverfis.
Sálfræðingar eru þó ekki algjörlega á einu máli um
stöðugleika greindarvísitölunnar. Það mál hefur einmitt
verið til rækilegrar athugunar og umræðu á nýjan leik
hin síðari ár. Það virðast- koma fyrir allverulegar breyt-
ingar á greindarvísitölu barna innan sex ára aldurs. En
það getur verið, að mælingunum sé ekki eins að treysta,
er svo ung börn eiga í hlut. En að því er tekur til barna
á skólaaldri, sem eiga við sæmilega eðlileg skilyrði að búa,
þarf ekki að gera ráð fyrir breytingum, sem neinu nemi,
vegna áhrifa umhverfisins. í því efni, er hér um ræðir,
verðum við að gera ráð fyrir svo til stöðugri greindar-
vísitölu.
Miklu varðar það, hvernig greindin skiptist milli manna.
Eru t. d. jafnmargir menn treggáfaðir, meðalgreindir
og flugskarpir, jafnmargir með GV 50, 100 og 150? Þessu
er annan veg farið. Það eru margir meðalgreindir, en
þeir verða færri og færri, eftir því sem neðar eða ofar
dregur.
Flestir eiginleikar manna, bæði líkamlegir og andlegir,
skiptast milli þeirra eftir sama lögmáli.
Flestir hafa því greindarvísitölu nálægt 100. Það eru
aðeins örfáir, sem hafa mjög lága eða mjög háa GV.
Áður var talið, að 60% manna hefðu GV milli 90—110.
Fyrir neðan 70 var talið 1% og jafnmargt fyrir ofan 130.
Eftir nýjustu rannsóknum Termans að dæma, er skipt-
ingin dálítið á annan veg.
Af lögmálinu um hinn tiltölulega mikla stöðugleika
greindarvísitölunnar verða dregnar ályktanir, sem skipta
miklu máli um það, fyrir hverri menntun unglingunum
skuli séð. Sá, sem reynist hafa lága greindarvísitölu, getur
ekki komizt langt á menntabrautinni, hversu mikið sem
hann leggur að sér, og hversu góð skilyrði sem honum
eru búin, Greindarvísitala hans getur hækkað svolítið, en