Menntamál - 01.03.1947, Qupperneq 15
MENNTAMÁL
9
skólaárs færi fram aðgreining og þeir, sem dæmdust til
þess hæfir, færu þá í hina æðri skóla, sem byggju þá undir
nám í háskóla eða sambærilegum stofnunum. Hinum væri
síðan séð fyrir verklegu eða listrænu námi. Skynsamlegast
væri, að af barnaskólunum tækju við nokkurra ára skólar,
sem veittu almenna menntun, og síðan sérstakir atvinnu-
skólar og jafnvel listaháskólar.
Það væri algjör misskilningur að telja þessa skipan
ólýðræðislega. Mergurinn málsins er sá, að þjóðfélagsstaða
og efnahagur foreldra ráði ekki um það, hverjir veljist
til náms í æðri menntastofnanir. Líffræðilegum lögmál-
um um skiptingu hæfileikanna meðal mannanna barna
getum við ekki breytt. Skólakerfi, sem reist er á bjargi
hins sanna lýðræðis, getur ekki haft það markmið að veita
öllum sams konar uppfræðslu eins lengi og auðið er, heldur
að allir eigi jafnan rétt og þess kost að hljóta þá menntun,
sem hæfir gáfnafari þeirra og hugur þeirra stendur til.
Ef að því ráði yrði horfið að láta hæfileikana skera úr
um það, hverjir yrðu valdir til æðri mennta, mundi það
hafa róttæka breytingu í för með sér á þeim stéttamis-
mun, sem fyrir er, og stefna í átt til aukins lýðræðis.
Ef almennum greindarprófunum verður komið á í skól-
um og þær verða látnar hafa úrslitavald um val nemenda
til framhaldsnáms, þarf að gæta þess vandlega að koma
í veg fyrir andlega óheill, sem mundi birtast í vanmeta-
kennd hjá þeim, er skemmra kæmust á námsbrautinni.
Það yrði þegar í upphafi að gera það eins ljóst fyrir
mönnum og kostur er, að ekki sé verið að draga nemendur
í dilka eftir verðleikum, heldur sé verið að komast eftir
því, hvers konar nám þeim hentar bezt, fræðilegt eða
verklegt og listrænt. í þessu sambandi er það næsta mikils-
vert, að atvinnuskólarnir séu vel úr garði gerðir og þeirra
hlutur gerður virðulegri. Sá hæfileiki, sem prófaður er
með greindarprófunum, er um fram allt hæfnin til fræði-