Menntamál - 01.03.1947, Síða 16
10
MENNTAMÁL
legs náms. En það eru einnig til aðrir hæfileikar, t. d. hæfi-
leikar í verklegum og vélrænum efnum, músíkgáfa o. s.
frv., sem eru tiltölulega lítið háðir fræðilegum gáfum.
Ef til vill væri heppilegast að kalla umrædd próf ekki
greindarpróf. Það mætti ofur einfaldlega kalla þau flokk-
unarpróf.
Hitt er annað mál, að þær gáfur, sem koma fram í hárri
greindarvísitölu, eru mjög mikilvægar, því að hin hærri
stig þeirra eru svo sjaldgæf, en jafnframt nauðsynleg
til vaxtar og viðgangs samfélaginu.
Það eru aðeins einn eða tveir af hundraði, sem hafa
greindarvísitölu hærri en 130. Það er því full ástæða til
þess að sjá þessu greinda fólki fyrir eins góðum þroska-
skilyrðum og kostur er. Það er ekki gert í skólum lands-
ins nú.
Skylda þjóðfélagsins að auðsýna gáfaðasta hluta æsku-
lýðsins sérstaka umönnun styðst einnig við önnur mikils-
verð rök. Greinda fólkið giftist yfirleitt seinna og eignast
færri börn en það fólk, sem miður er gefið. Það hafa
verið gerðar margar athuganir á systkinafjölda vel gef-
inna og miður gefinna barna, og niðurstöðurnar hafa
alltaf verið hinar sömu, að vel gefnu börnin hafa átt
miklu færri systkin. Ef það er rétt, að greindin sé að
verulegu leyti komin undir erfðum, þá eru framtíðarhorf-
urnar í þessum efnum annað en glæsilegar. Til allrar ham-
ingju á þetta þó ekki við um allra lægstu gáfnastigin.
Fólk af þeim stigum er oft ófrjótt. En samt er hér um
mikið alvörumál að ræða. Þjóðfélagið hefur ríka ástæðu
til þess að gera stúdentum það kleift efnalega að gifta sig,
meðan þeir eru við nám og eignast sem flest börn.
#
Takmörkunin á aðgöngu að háskólanámi er snar þáttur
þess mikla vandamáls að skipuleggja það, hvernig hæfi-
leikar manna fái bezt notið sín og komið að mestu gagni
í þjóðfélaginu.