Menntamál - 01.03.1947, Síða 18
12
MENNTAMÁL
Dr. STEFÁN EINARSSON:
Hagmælska í skólum
Ég hef verið að blaða í síðasta hefti Menntamála (októ-
ber 1946) og rekst þar á grein, ,,Ljóð í skólanum“, þýdda
úr bók um kennslu í brezkum skólum. í sama hefti sé
ég grein um nýjan skóla
eftir amerískri fyrirmynd
fyrir forstöðukonur og
starfsstúlkur barnaheimila
og aðra um kennaramót í
Aberdeen eftir Stefán
Júlíusson, sem verið hefur
í Ameríku eins og for-
stöðukona hins nýja skóla,
Valborg Sigurðardóttir.
Hér er þá augsýnilega
að ræða um amerísk og
ensk áhrif á íslenzka kenn-
arastétt. Nýir skólar rísa
upp, og aðferðir eru inn-
leiddar eftir dæmi hins
miklá enska heims. Um
þetta er ekki nema gott eitt
að segja, ef það, sem jafn-
gott er eða betra af ís-
lenzka arfinum, er ekki látið rýma sæti fyrir hinu útlenda.
En mér kom í hug út af greininni um „Ijóð í skólanum“,
að hér hefðu íslendingar innlendar fyrirmyndir, sem þeim
bæri að leggja meiri rækt við en þeir hafa gert, síðan
hinir nýju barnaskólar (1907—) voru stofnaðir. Ég á
við, að þeir ættu að taka við af sveitabæjunum að halda
Dr. Slefán Einarsson.
(Myndin tekin hér heima á náms-
árum lians.)