Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.03.1947, Blaðsíða 22
16 MENNTAMÁL En ég gæti líka bent þeim á forn dæmi íra, sem þeir geta lesið um í íslenzlcu þjóðerni eftir Jón Jónsson (Aðils), og ný dæmi Wales-búa. Einkum hygg ég, að það gæti verið lærdómsríkt fyrir íslendinga að kynna sér aðferðir þær, sem Wales-búar hafa beitt til þess að varðveita þjóð- erni, tungu og bókmenntir óbreytt í svo nánu samtýni við Englendinga. Þeir hafa lagt sérstaka rækt við skáld- skap sinn og söng. Þeir hafa ort undir dýrum háttum líkt og íslendingar, og það lítið, sem ég hef séð af sýnis- hornum a'f velskum kveðskap frá 12. eða 13. öld, þá minnir sá kveðskapur meira á dróttkvæði vor hin gömlu heldur en nokkur annar skáldskapur, er ég hef séð. Kannske hafa þeir lært af norrænum mönnum, er bjuggu við strendur og í eyjum Irlandshafs frá því snemma á 9. öld. Ellen Wilkinson menntamálaráðherra í jafnaðarmannastjórninni brezku lézt í febrú- ar s.l. Hun var talin í hópi hinna mestu kvenskörunga í landi sínu. Hún var M.A. (magister) að menntun, stundaði kennslu um liríð, en gerðist brátt starfsmaður Verkalýðssambandsins. Sæti átti hún á þingi 1924—’go og 1935—’47, aðstoðarráðherra var hún 1940—1945, en á því ári varð hún menntamálaráðherra. Hún var stórkostlegur mælsku- garpur og gekk stundum fyrir skjöldu stjórnarinnar, þegar mest lá við. Það er talið mest að þakka persónulegum áhrifum liennar, að jiví fékkst framgengt í ríkisstjórninni, að skólaskyldan yrði færð fram um eitt ár frá 1. apríl n.k. að telja. Þótti ýmsum það ískyggileg ráð- stöfun að taka 3-400 þús. unglinga frá framleiðslustörfum nú, þegar svo mikill hörgull er á mannafla. Það er haft eftir henni, er luin kom af stjórnarfundi, sem tók ákvörðun um þetta mál: „Ég bar sigur af hólmi, en ég hef enga lnigmynd um, livernig það gerðist.”

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.