Menntamál - 01.03.1947, Síða 26

Menntamál - 01.03.1947, Síða 26
20 MENNTAMÁL Aftur segir séra Brynjólfur 30 árum síðar í sinni lýs- ingu: — „Engar eru hér fornsögur manna á meðal, en þar á móti lítils háttar af fornkvæðum.“ Telur hann síðan upp kvæðin Heimsádeilu, Geðfró, Djöflafælu, Agnesarkvæði, Verónikukvæði og Antakristskvæði. í heilbrigðis- og hollustuháttum voru menn illa á vegi staddir á fyrri hluta aldarinnar. Barnadauði af völdum hins illræmda ginklofa var ægilegur. T. d. dóu 244 börn af 300, sem fæddust í Eyjum 1817—1847, úr þessari hrylli- legu veiki. Dönskum lækni, dr. P. A. Schleisner, tókst að ráða bót á þessu ófremdarástandi með því að koma á auknu hrein- læti í sambandi við fæðingar og meðferð barna fyrstu vikurnar. Barátta fyrir stofnun nýs barnaskóla. Um 1830 vaknar enn hugmyndin um skóla víðs vegar um landið, þ. á. m. í Vestmannaeyjum. Prestar rituðu Steingrími biskupi um málið og þeirra á meðal séra Jón Austmann um stofnun barnaskóla í Vestmannaeyjum. Tók biskup dauflega í málið. Kveðst hann í bréfi til séra Jóns „eigi sjá meiri ástæðu þar (þ. e. í Vestm.eyjum) en alls staðar annars staðar á landinu að sinna þessu, þar sem enginn barnaskóli sé til nema í Reykjavík.“ En í Reykjavik hafði loks orðið af stofnun barnaskóla 1830 eða 85 árum eftir stofnun Vestmannaeyjaskólans. Stakk séra Jón upp á því við biskup, að fé úr fátækra- sjóði yrði varið til skólahalds, en það telur biskup eigi lögum samkvæmt. Bar tilraun þessi því engan árangur, og er nú hljótt um skólamálið um sinn. En á sjöunda tugi aldarinnar tekur hinn gagnmerki brautryðjandi, Bjarni E. Magnússon sýslumaður (f. 1831, d. 1876) upp þráðinn. Tekur Bjarni við Vestmannaeyjasýslu 1861 og hefur þá

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.