Menntamál - 01.03.1947, Side 31

Menntamál - 01.03.1947, Side 31
MENNTAMÁL 25 1907 og stundaði nám í dönskum lýðháskólum 1911— 1914. Páll Bjarnason (1884—1938) var skólastjóri hér frá 1920 og til dauðadags, 5. des. 1938. Lauk kennaraprófi 1907, fór í námsferðir til Norðurlanda og Englands 1911, 1914, 1920 og 1929. Var um skeið kennari í Grímsnesi og Sandvíkurhreppi og skólastjóri á Stokkseyri 8 ár. Fékkst Páll allmikið við blaðamennsku og önnur ritstörf og gegndi mörgum trúnaðarstörfum í Eyjum. Hann var tal- inn snjall uppalandi og afburða kennari. Núverandi skólastjóri (frá 1939) er Halldór Guðjóns- son (f. 30. apríl 1895). Lauk hann kennaraprófi 1921 við Kennaraskólann. Hefur Halldór farið þrjár námsferðir til útlanda og einkum lagt stund á reiknings- og söng- kennslu. Plefur verið kennari í Eyjum síðan 1921. Hann hefur verið skólastjóri Iðnskólans síðan 1931. Halldór hefur haft nokkur afskipti af opinberum málum, var t. d. bæjarfulltrúi 1922—25. Bæjargjaldkeri var hann 1924— 1930 og hefur jafnan haft með höndum ýmiss konar trún- aðarstörf fyrir bæjarfélagið. Af kennurum, sem starfað hafa við skólann á síðustu áratugum, sé ég ástæðu til að nefna Eirílc Hjálmarsson og Agúst Árnason, sem báðir störfuðu hér marga áratugi, Sigurbjörn Sveinsson rithöfund, Hallgrím Jónasson, Ársæl Sigurðsson og séra Jes Á. Gíslason, sem einnig var um nokkurt skeið formaður skólanefndar. Núverandi formaður skólanefndar er Sigurður Gutt- ormsson skrifstofustjóri í Útvegsbankanum, sem sýnt hef- ur lofsverðan áhuga um að útvega skólanum ýmis nýstár- leg kennslutæki. Árni Guðmundsson.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.