Menntamál - 01.03.1947, Síða 34
28
MENNTAMÁL
borg. Telur Ólafur kynni sín af honum hafa mest orðið
til þess að vekja áhuga sinn á því að afla sér meiri fræðslu
og helga krafta sína þeim málum.
Árið 1900 gerðist Ólafur kennari í sveit sinni og gegndi
því starfi óslitið til 1938. Þegar Ólafur tók við, var ekki
almenn skólaskylda í landinu, sem kunnugt er, en sam-
kvæmt lögunum frá 1880 var skylt að sjá börnum
fyrir ,,uppfræðingu“ í lestri, skrift og reikningi, auk
kristindómsins. Landssjóður greiddi lítils háttar styrk til
skólahalds, ef hrepparnir óskuðu þess að halda skóla.
Þessi styrkur nam 45 krónum fyrir 5 mánaða kennslu.
Þetta voru laun Ólafs fyrstu árin, 9 krónur á mánuði,
auk fæðis og húsnæðis, meðan skóli starfaði. Að réttu
lagi átti hreppurinn að greiða Ólafi einhverja launavið-
bót, en þetta voru tímar hinnar frjálsu samkeppni. Annar
maður hafði boðizt til að taka starfið að sér við þessum
kjörum, og varð Ólafur að sæta þeim eða missa „kjól og
kall“ að öðrum kosti. Þessi var þjóðfélagsstaða kennara
fyrir fjórum áratugum.
Ólafur reyndi þegar að koma á kennslu í fleiri greinum
en lögboðnar voru, svo sem sögu, náttúrufræði og landa-
fræði. Ekki var það alls kostar vel þokkað. Minnist hann
þess, að sumum börnum var bannað það af foreldrum
sínum að leggja stund á slíkan óþarfa. Eitt sinn var það,
að prestur spurði dreng að því á prófi, hvers vegna hann
væri ekki með í náttúrufræði. Drengur, sem var vel gef-
inn og fróðleiksfús, fór að hágráta. Faðir hans hafði
bannað það stranglega, að hann lærði þá grein. Mun þetta
eigi eina dæmið um, að ófullnægð menntunarþrá hafi
komið út tárunum á íslenzkum unglingum, þótt sá harmur
muni tíðar hafa verið borinn í hljóði.
Að öðru leyti virtist Ólafi langflestir hafa skilning á
nauðsyn skólahaldsins, og fækkaði með árunum þeim mönn-
um, sem hnjóðuðu í þá starfsemi.
Með samþykkt fræðslulaganna 1907 kveður Ólafur ýmis-