Menntamál - 01.03.1947, Page 36
30
MENNTAMÁL
Bókarfregn
Pálmi Jósefsson: DÝRAFRÆÐI.
Utg.: Ríkisútgáfa námsbóka.
AllmÖrg undanfarin ár hefur verið tilfinnanleg vöntun á kennslu-
bók í dýrafræði íyrir barnaskóla landsins. Ágrip Bjarna Sæmunds-
sonar var viðfelldin kennslubók í þessari grein. En hún er að mestu
alveg horfin úr umferð fyrir löngu, þvi að Ríkisútgáfa námsbóka gaf
hana aldrei út af einhverjum ástæðum. Skólarnir hafa þvi um langan
tíma orðið að notast við dýrafræði í þremur heftum, alls 250 bls., eftir
Jónas Jónssön. Gefur að skilja, að slík hók er allt of stór kennslubók
i Jressu efni. Enginn tími til að komast vandlega yfir liana, og því
erfitt að búa hörnin undir próf í henni. Hins vegar mætti nota þá
bók fyrir lesbók.
Nú er bætt úr brýnni Jrörf. í vetur kom út kennslubók í dýrafræði
handa barnaskólum eftir Pálma Jósefsson, yfirkennara við Miðbæjar-
skólann í Reykjavík.
Bók Jressi, sem er 95 bls., nær til allra fylkinga dýraríkisins. í henni
eru um 100 myndir auk yfirlitsmynda yfir spendýr og fugla í öftustu
opnu. Myndirnar eru vel valdar og vandaðar. Gera þær hókina að-
gengilega og hýrlega fyrir börnin. Taka þær yfir allt að helming
bókarinnar. — „Mynd er á við milljón orð.“ —
Niðurröðun efnis er með öðrum hætti en við hér eigum að venjast
í slikum kennslubókum. Dýrunum er yfirleitt skipað niður eftir stöð-
um og umhverfi því, sent Jrtiu dveljast í.
Bókin skiptist raunverulega í Jnjá meginkafla, íslen/k dýr, erlend
dýr og þróun og flokkun dýranna. Er fyrst nefndi kaflinn langlengst-
ur, en siðasti stytztur.
Byrjað er að segja frá húsdýrum okkar og .álifuglum. Fer að sjálf-
sögðu vel á Jrví, að yngri börnin lesi fyrst um Jrau dýr, sem |)au hafa
mest kynni af, enda Jjótt Jrau dýr séu ekki öll í sama flokki.
Næst koma mcindýr. Það er nýyrði í fyrirsögn í kennslubók. Til
þeirra eru talin þau dýr úr ýmsum fylkingum og flokkum, sem valda
okkur tjóni og við eigum bágt með að lifa í sambýli við. Er gott að
fá þau helztu þeirra Jiarna saman.
Þá koma næst önnur íslenzk dýr. Og er þeim skipað saman, eftir
])ví hvar þau halda sig.
Loks koma erlendu dýrin. Þeim er raðað niður, eftir Jrví hver álfan
er aðalheimkynni Jreirra. Þetta á góða stoð í landafræðinni, og tel ég
það til bóta.