Menntamál - 01.03.1947, Side 38
82
MENNTAMÁL
Frá stjórn Sambands íslenzkra barnakennara
Síðast iiðið haust fól Eyþór Þórðarson kennari á Norðfirði stjórn
S.Í.B. að hafa forgöngu fyrir sig í máli stéttarlegs eðlis. Varð sam-
bandsstjórn að sjálfsögðu við þeim tilmælum og fékk stjórn B.S.R.B.
í lið með sér. Þykir stjórninni rétt að gera stutta grein fyrir þessu
máli í tímariti kennara. Málavextir eru þessir: Eyþór Þórðarson, sem
var fastur kennari við barnaskólann í Neskaupstað, hafði verið settur
til þess að gegna skólastjórastöðunni við sama skófa um þriggja ára
skeið (skólaárin 1943—46), en síðast liðið haust var annar maður skip-
aður í það starf. Þegar skólastjóri liafði verið skipaður við skólann,
var kennaraliðið fullskipað miðað við barnafjölda og einni stöðu
betur, þegar staða E. Þ. er talin með. Virtist þáverandi menntamála-
ráðhcrra, Brynjólfur Bjarnason, helzt líta svo á, að E. Þ. hefði þarna
enga stöðu lengur, sem sjá má af því, að hætt var að greiða honum
laun og lionum engin kennsla ætluð við skólann. Ef þetta hefði reynzt
lögmætt, hefði af því leitt, að sá, sem settur væri til þess að gegna
forslöðustarfi við opinbera stofnun og hefði fast starf fyrir við sömu
stofnun, ætti á hættu að missa hina föstu stöðu, ef hann tæki að sér
að gegna forstöðustarfinu. Að vísu gaf nefndur ráðherra aldrei skýr
svör um málið, er lulltrúar sambandsstjórnar áttu ítrekaðar viðræður
við hann um það, en við það sat í ráðherratíð hans, að E. Þ. voru
eigi greidd laun og staða hans ekki viðurkennd. En áður en leitað
væri aðstoðar dómstólanna urðu stjórnarskipti. Skömmu eftir að Ey-
steinn Jónsson varð menntamálaráðherra, leitaði sambandsstjórnin
úrskurðar hans. Sá úrskurður barst fljótt og kemur fram í bréfkafla
þeim, sem hér er birtur: „ .... ráðuneytið lítur svo, að þótt Eyþór
Þórðarson, sem skipaður er fastur kennari við barnaskól^nn í Nes-
kaupstað, gegndi um hríð störfum sem settur skólastjóri téðs skóla
og nýr kennari væri á því tímabili settur og síðan skipaður við skól-
ann, hafi Eyþór síður en svo fyrirgert rétti sínum til kennarastöðu
sinnar, Jiar eð hann hefur aldei sagt lienni lausri eða verið leystur
írá henni. Er Ey[)ór ]>ví að sjálfsögðu fastur kennari við skólann og
ber að taka laun sem slíkum frá jieim tíma, er hann liætti að taka
laun sem settur skólastjóri.
I-Iins vegar eru nú of margir fastir kennarar við áðurnefndan skóla,
miðað við tölu skólaskyldra barna í skólahverfinu, og ber að ráða bót
á því við fyrsta tækifæri ....“
Reykjavík, 8. marz 1947.
Stjórn S.Í.B.