Menntamál - 01.03.1947, Page 41

Menntamál - 01.03.1947, Page 41
MENNTAMÁL 35 Bréf til Menntamála (Fráfarandi ritstjóri minntist á bréf frá „gömlum vini“ í síðasta hefti tímaritsins og kvaðst hafa viljað liirta t'ir því „lengri eða skemmri" kafla, en bréfið barst of seint til þess. Birtist það hér í heild.) Fjórða hefti „Menntamdla" barst mér í hendur nú urn áramótin. Hinn ötuli ritstjóri þeirra hefur ákveðið hvatt kennara til þess að muna tímarit sitt, senda }>vi greinar um áhugamál sín viðvíkjandi kennslustarfinu, einnig atliugasemdir og tillögur urn tímaritið sjálft. Þetta er sjálfsögð og sanngjörn ósk frá ritstjórans hálfu og ber vott um alvöru hans og einlægan hug í garð tímaritsins. Ég tók því rögg á mig í byrjun hins nýja árs og blaðaði í gegnum árgang „Menntamála" 1945 og það, sem út er komið af árgangi síðast liðins árs. Kemur þá í ljós, að enga grein er þar að finna um uppeldisfræðileg efni eftir okkar lærðu uppeldisfræðinga, ekki lieldur þýddar greinar eftir erlenda uppeldisfrömuði. Tel ég það mikinn ókost, ekki sízt þegar þess er gætt, að „Menntamál" er eitt aðaltímaritið í landinu og hið elzta, sem helgar sig fyrst og fremst uppeldismálum. Enda þótt uppeldisfræðingar okkar flytji af og til erindi opinber- lega, þá eru það allt of fáir, sem á þá hlýða — af ýmsum ástæðum. Erindi og greinar um uppeldisfræðileg efni eru líka þess eðlis, að þeirra verður ekki full not, nenta að geta lesið þær oftar en einu sinni. Að vísu hafa verið gefnar út fræðibækur um uppeldismál, en þær eru í eigu tiltölulega fárra einstaklinga og kannske sízt þeirra, sem helzt þurfa þeirra nteð. Hins vegar ælti að vera hægt að gera límarit eins og Menntamál að almennings eign, víðlesnu — helzt á hverju heintili í landinu. Ef þjóðinni er alvara með að bæta uppeldi þegna sinna og tryggja á þann hátt framtíð sína, þá verður að ná til fjöldans í þeim efnum. Kennarar og nýtt skólakerfi nær ekki tilgangi sínum, ef umliverfið er ekki ræktað jafnhliða. Heimilin og leiðandi félagssamtök eru sá máttur, sem einnig þarf að vera að verki og bera merkið í rétta átt. Þá sakna ég einnig erlendra frétta um skólamál. Erfitt mun hafa verið að afla slíkra frétta á stríðstímanum, en nú ætti að fara að rakna úr í því efni. Miklu rúmi í „Menntamálum" er varið fyrir minningar- og afmælis- greinar. Er það gott út af lyrir sig, en ekki mega slíkar greinar setja aðalsvipinn á ritið. Að athuguðu máli munu margir lesendur „Mennta-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.