Menntamál - 01.03.1947, Page 42

Menntamál - 01.03.1947, Page 42
36 MENNTAMÁL mála“ ekkert vilja missa af því, sem ritið birtir. Margar greinar eru þar líka góðar um almenn skólamál, en liið uppeldisfræðilega efni vantar. Sannast mun það vera, að ritið er of lítið til þess að flytja fjöl- þættar greinar stéttarlegs eðlis og um almenn skólastörf. Eins og tímaritið er nú, gerir það sæmileg skil hinu síðar nefnda, en hin uppeldisfræðilega hlið verður útundan. Hvaða ráð eru þá til úrbóta? Annað tveggja verður að stækka ritið eða að þau verða að vera tvö. Annað, sem fjallar eingöngu um stéttarmálefni og almenn skólamál. Hitt um uppeldisfræði — fræðirit. Ef sá kostur yrði tekinn, að stækka ritið, væri hugsanleg sú leið, að eitt eða tvö liefti á ári yrðu sérstaklega helguð uppeldisfræðilegum greinum og þá unnið að Jjví, að Jíau kæmust í hendur almennings við vægu verði. Yrðu Jrau hefti þá sjálfstæður liður í tímaritinu. Hin leiðin er sú, að tímaritið Menntamál sinni eingöngu hinni uppeldisfræðilegu hlið og gefið verði út annað rit, sem fjallar um stéttarmál, flytur fréttir af skólastarfi, minningargreinar og greinar tækifærilegs efnis. Hvor leiðin, sem valin yrði, gæti orðið til mikilla bóta. Sjálfsagt virðist vera, ef slíkar breytingar yrðu, að fræðslumála- stjórnin styrkti tímaritið Menntamál verulega. Samvinna foreldra og kennara byggist fyrst og fremst á þekkingu almennings á uppeldismálum, þá Jjekkingu á tímarit eins og Mennta- mál að veita eftir beztu getu. I hugleiðingum Jjessum hef ég viðurkennt, að margt er gott um ritið, en hins vegar reynt að benda á Jrað, sem ég tel að betur megi fara. Ég vil taka þáð skýrt fram, að ritstjórar „Menntamála” bæði nú og áður hafa unnið gott verk og stundum lítið þakkað. I>að er hlutverk stéttasamtaka okkar að búa þannig að „Mennta- málum" og veita þeim það brautargengi, að Jrau megi verða öruggur málsvari og sterkur aflgjafi í Jjágu þeirra hugsjóna, sem við störfum fyrir. Eskf. 2. janúar 1947. Skúli Þorsteinsson.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.