Menntamál - 01.03.1947, Side 43
MENNTAMÁL
37 •
SITT AF HVERJU TÆI
Ný lög um menntun kennara.
Frumvarp það til laga um menntun kennara, sem milliþinganefncl
í skólamálum samdi, er nýlega orðið að lögum. Eru lögin í 7 köflum.
I. kafli er um Kennaraskóla íslands. Skal skólinn starfa í 4 árs-
deildum eins og nú. Rétt til inngöngu í liann veilir miðskólapróf
bóknámsdeildar með þeirri lágmarkseinkunn, sem ákveðin er í reglu-
gerð. Ákvæði, sem eigi voru í fyrri lögum, eru þau helzt, að skólinn
annist einnig kennslu lyrir nemendur, senr búa sig undir uppeldis-
störf önnur en kennsíu, svo sem störf við barna- og unglingaheimili,
barnaleikvelli, fávitaliæli og störf á vcgum barnaverndarnefnda. Mið-
skólapróf verknámsdeildar veitir einnig rétt til að stunda þess konar
nám. Þá er þar ákvæði um, að kennarapróf í almennum námsgreinum,
svo sem íslenzku, erlendum tungumálum, náttúrufræði, landafræði og
sögu, hafi stúdentsprófsgildi, þannig að kennarar, sem lokið hafa al-
mennu kennaraprófi eftir þessum lögum, þurfa ekki að endurtaka
próf í þessum greinum, ef þeir vilja ljúka stúdentsprófi, heldur aðeins
í öðrum greinum, sem ekki eru kenndar til kennaraprófs.
II. kafli er unt kennslustofnun í uppeldisvfsindum við Háskóla Is-
lands. Skal hún sett á stofn, þegar fengin er aðstaða til æfinga- og
tilraunakennslu. Hlutverk hennar er að veita kennurum við barna-
skóla og skóla gagnfræðastigsins, menntaskóla og sérskóla menntun í
uppeldisfræði, sálarfræði og kennslufræði. Auk þess skulu kennarar í
uppeldisvísindum annast rannsóknir og leiðbeiningar í þágu upp-
eldismála landsins, eftir því sem samrýmist kennslustörfum þeirra.
Rétt til að stunda nám í þessari stofnun og taka þar próf hafa allir
þeir, sem lokið hafa almennu kennaraprófi, svo og stúdentar.
III. kafli fjallar um æfinga- og tilraunaskóla. Um lilutverk lians
segir í lögunum: „Skólinn starfar sem æfingaskóli kennaraskólans.
Skal liann hafa uppeldis- og kennslufræðilegar athuganir með hönd-
um, einkum varðandi barnafræðslu og gagnfræðanám. Skal hann og
hafa forgöngu urn, að slíkar atliuganir verði gerðar í öðrum skólum
og unnið úr þeim. Þá getur fræðslumálastjórn falið skólanum að ann-
ast útgáfu leiðbeiningarrita fyrir kennara og aðra uppalendur, enn
fremur samningu og útgáfu verkefna fyrir skólana, m. a. verkefna í
landspróf."
IV. kafli er um íþróttakennaraskóla íslands. „Markmið skólans er
að búa nemendur undir: 1) sérkennslu í íþróttum í barna- og gagn-