Menntamál - 01.03.1947, Page 46

Menntamál - 01.03.1947, Page 46
40 MENNTAMÁL Þar gætu ólæknandi drykkjumenn átt fastan samastað við góða aðbúð og hæfileg störf.“ Þá segir læknirinn enn fremur: „Þetta fyrirkomulag, sem hér er bent á og lagt til, að upp verði tekið í baráttunni við áfengissjúk- dóma, er ldiðstætt því, sem þegar er tíðkað hér á öðrum sviðum heilbrigðisgæzlunnar. Berklavarnarstöðin leitar uppi berklasjúklinga, rannsakar þá, veitir þeim ráðleggingar og lítur eftir árangri. Hún er í senn heilsúverndar- og lækningastöð. Að bakhjalli hefur hún berkla- spítala og vinnuhæli. Eftir að þetta lag hafði verið upp tekið, fór baráttan við berklaveikina að verða sigurvænlegri." Nýr menntcimálaráðherra. Eysteinn Jónsson er menntamálaráðherra í stjórn Stefáns Jóh. Ste- fánssonar. Hans bíða nú mörg og mikil verkefni, sem fólgin eru í framkvæmd hinnar nýju fræðslulöggjafar. Má þar m. a. nefna: 1) að sjá skólum landsins fyrir húsnæði, þar sem þess er vant, 2) koma skól- um gagnfræðastigsins í það horf, sem lögin gera ráð fyrir, 3) bæta úr því liróplega misræmi, sem er á menntunarskilyrðum landsins barna, 4) að gera starfsskilyrði skóla þannig úr garði, hvar sem er á landinu, að hæfir kennarar fáist til þess að starfa við þá, 5) láta semja reglu- gerðir og námsáætlanir á grundvelli hinna nýju laga, 6) konia skipan á kennaramenntunina. ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA. Útgáfustjórn: Ármann Halldórsson ritstjóri, Guðmundur Pálsson og Jón Kristgeirsson. PRENTSMIÐJAN ODDI H.P.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.