Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 5
menntamál 115 sem höfðu nær kippt fótunum undan þessum fornu kaup- túnum. Þau hafa þó á síðari tímum komið aftur fyrir sig fótum og skapað sér nýtt öryggi og góða afkomu. En allt stóð skólinn af sér, og á nú óumdeildan rétt til aldaraf- mælis. Mér er sem ég sjái hinn mikla öðling, Thorgrímsen, standa í þungum straumi og jakaburði upp undir hendur og bjarga skólanum — eins og formaður sinum bát. Og þegar sóttu að hreppnum tvær kreppur í einu, verðlækk- unarlcreppan eftir fyrri heimsstyrjöldina og samgöngu- byltingin, sem ég lýsti áðan, þá hefur þurft trú og traust á skólahaldinu til að forða grandi. Ég minnist þeirra tíma, því þá voru þau komin hingað, vinir mínir, Aðalsteinn, Ingimar og Jakobína, þar var einvalalið. Um það leyti var ég kosinn á þing, og voru þar gerðar ítrekaðar til- raunir til að bjarga fjárhag ríkis og sveitarfélaga með því að afnema skólaskylduna. Það er ótrídegt til þess að kugsa, en slík bjargráð eru nú orðin úrelt sem betur fer. Eyrarbalckaskóli hélt áfram að starfa — og var aldrei boðinn upp. Ég hef þekkt flesta kennara skólans síðan, og met þá mikils, þó ég nefni enga með nöfnum, sem yngri eru. En þegar ég lít aftur í tímann, yfir sögu skólans, finnst mér ég sjá furðu langt aftur, berum augum og bókarlaust. Það verður lengi minnzt Péturs Guðmundssonar, sem lagði niður lcennslu sama árið og ég lcom að kennaraskólanum, eftir 25 ára starf, þrotinn að kröftum. Við blessum minn- i'iigu hans, sem ímynd þeirra kennara, sem unnu fyrir Util laun að menntun alþýðunnar af trú og dyggð. Ég sé fyrir mér marga þjóðkunna menn í kennaraliðinu allt o ftur til síra Magnúsar Helgasonar, sem var kennari við þennan skóla fyrir sjötíu árum, en hann veit ég mestan og beztan skólamann síðari tíma, þeirra sem ég hef haft náin kynni af. Þá eru eftir ein þrjátíu ár af öldinni, sem vafalaust eru merkust vegna hins einstaka framtaks stofn- onda og stuðningsmanna. Við þökkum þeim öllum, sem hér

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.