Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 17
menntamál 127 og skólasögu eru óunnar, ef undan er skilin sérsaga nokk- urra skóla frá síðustu öld. Sálarfræði barna og unglinga svo og almenn uppeldisleg sálarfræði býður tækifæri til margvíslegra rannsókna, sum af því tagi, sem stúdentum eru vel viðráðanleg, önnur stór og mikilvæg fyrir upp- eldið í heild. Mér virðist framtíð uppeldisvísindalegrar kennslu í B-A-deild velta á því, hvort þeim kennurum, sem hana rækja, gefst jafnframt tækifæri til vísindalegra rann- sókna. Vanti kennsluna þau tengsl við raunveruleikann, sem rannsóknarstarfsemin á að mynda, er hætt við að kennarinn blási bókryki í augu nemenda sinna í stað þess að skerpa sjón þeirra og skilning á viðfangsefnum upp- eldisstarfsins sjálfs. Chúteau du Vieux Moulin. (Sjá bls. 132).

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.