Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 16
126
MENNTAMÁI.
eru nemendum beggja sameiginlegir: lögun raddar,
kennsla í raddbeitingu og framsögn, og loks félagssálar-
fræði, sem hvorumtveggja er nauðsynleg.
Bæði frv. til laga um menntun kennara og lögin sjálf
gera ráð fyrir rannsóknarstarfi í uppeldisvísindum við
háskólann. I lögunum er þetta nánar ákveðið „. . . skulu
kennarar í uppeldisvísindum annast rannsóknir og leið-
beiningar í þágu uppeldismála landsins, eftir því sem
samrýmist kennslustörfum þeirra.“ Tvennt er það, sem
auðsjáanlega hefur vakað fyrir löggjafanum í þessu at-
riði: annars vegar að forða því, að uppeldisvísindin
stirðni í eintómri bókvizku, hins vegar að gera þau virk
og nytsöm í lifandi uppeldisstarfi. Sú stefna er í fullu sam-
ræmi við hefð og tilgang háskólans, að kennarinn vinni
að rannsóknum jafnframt kennslustarfi sínu. Iiáskólinn
lítur á rannsóknarstarfið sem tryggingu þess, að kennar-
inn fylgist vel með nýjungum og allri framvindu í fræði-
grein sinni og veiti nemendum ávallt beztu þekkingu, sem
tiltæk er á hverjum tíma. Kennslustundafjöldi háskóla-
kennara miðast við það, að þeir geti varið miklum tíma
til rannsókna og ritstarfa. En kennaradeildin er afskor-
in með þetta. Enn er aðstaða hennar þannig, að engin tök
virðast á, að hún fái fullnægt ákvæðum 12. gr. laga um
menntun kennara um rannsóknarstörf í uppeldisvísind-
um. Að þessu leyti er framkvæmdin í misræmi við anda
og bókstaf laganna. En verður kennslan þá ekki eins og
trénaður ávöxtur? Hvaðan skyldi henni koma safi og lífs-
næring, er hún íestir hvergi rót í jarðvegi þess raunveru-
leika, sem við nefnum íslenzkt uppeldi?
Ekki skortir þó rannsóknarefnin. Þau bíða alls staðar,
stór og smá, hagnýt og fræðileg. Fjölmargar mismun-
andi kennsluaðferðir eru notaðar hér á landi, en engar
athuganir hafa verið gerðar á því, með hverjum náist
beztur árangur. Ætti slík þekking þó að vera mikilvæg
frá hagnýtu sjónarmiði. Rannsóknir á íslenzkri uppeldis-