Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.12.1952, Blaðsíða 30
140 MENNTAMÁL Norrænt skólamót. Frá því hefur áður verið sagt í Menntamálum, að fyrir- hugað er, að norrænt skólamót, hið 16. í röð, verði haldið í Ósló dagana 5.—7. ágúst í sumar. Nú hefur forstöðunefnd mótsins sent boðsbréf undirrit- að af skrifstofustjóra menntamálaráðuneytisins norska, forseta kennarasambandsins, borgarstjóranum í Osló og formönnum fjölmargra kennarafélaga. Öllum kennurum við skóla á Norðurlöndum, sem annast almenna fræðslu, er boðin þátttaka í mótinu, svo og þeim mönnum öðrum, sem starfa í nánum tengslum við þessa skóla. Fyrirlestrum þeim, sem haldnir verða, er ætlað að fjalla um efni, er varða skóla og þjóðfélag. Þó getur forstöðu- nefnd leyft erindi um önnur efni, ef henni þykir ástæða til. Gert er ráð fyrir 24—28 fyrirlestrum, 7 frá Noregi, 4—5 frá Finnlandi og jafnmörgum frá Danmörku og Svíþjóð, 2—3 frá íslandi og einum frá Færeyjum. í sambandi við mótið verður haldin skólasýning, þar sem sýnd verða kennslutæki, vinna nemenda á ýmsum aldri og fleira. Enn fremur verður efnt til tónleika, heim- sókna í skóla og söfn, ferðalaga um nágrennið og annarra samfunda. Þátttökugjaldið er 20 kr. norskar fyrir ein- stakling, en 30 kr. fyrir hjón. Islenzka mótnefndin mun í tæka tíð greiða eftir föng- um fyrir þátttöku héðan, en nauðsynlegt er, að þeir, sem ætla sér að sækja mótið, láti hana vita það hið fyrsta. Geta menn í því efni snúið sér til fræðslumálaskrif- stofunnar. ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA OG LANDSAMBAND FRAMHALDSSKÓLAKENNARA Ritstjóri: Ármnnn Halldórsson. Útgáfustjórn: Arngrirnur Kristjnnsson, Guðmundur Þorláksson, Púlmi Jósefsson og Steinþór Guðmundsson PRENTSMTÐJAN ODDI H.F.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.